Ærumeiðingar verði ekki lengur refsiverðar Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 09:05 Fangelsisrefsingar liggja við ærumeiðingum í núgildandi hegningarlögum. Því vill dómsmálaráðherra breyta. Vísir/Vilhelm Refsingar vegna ærumeiðinga verða afnumdar og úrræði vegna þeirra verða færð í sérstök lög á sviði einkaréttar verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu yrði einnig felld úr gildi sérstök vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, þjóðhöfðingjar þeirra og fáni hafa notið. Frumvarp dómsmálaráðherra um bætur vegna ærumeiðinga var lagt fram á Alþingi á föstudag. Hljóti það brautargengi á þingi verða ákvæði um ærumeiðingar fjarlægðar úr almennum hegningarlögum. Þannig muni fangelsisrefsingar ekki lengur liggja við þeim og verður aðeins hægt að krefjast miskabóta í einkaréttarmálum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ákvæði núverandi hegningarlaga um ærumeiðingar samræmist illa tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Frumvarpinu sé þannig ætlað að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Verð frumvarpið að lögum verða ummæli meðal annars undanþegin bótaábyrgð ef um er að ræða gildisdóm, ef sýnt hefur verið fram á að þau hafi verið sönn eða ef þau eru talin réttlætanlegt framlag til umræðu sem varðar almenning. Ekki verður lengur saknæmt að breiða út ærumeiðandi ummæli annarra. Þá verða felld úr lögum ákvæði um ómerkingu ummæla og heimild til að dæma fjárhæðir til að standa straum af kostnaði við birtingu á dómi í meiðyrðamáli. Ekki verður heldur lengur kveðið á um sérstaka vernd æru forseta eða erlendra ríkja, þjóðhöfðingja þeirra og fána. Fyrirningartími krafna vegna ærumeiðinga verður styttur í eitt ár með frumvarpinu. Beinist ærumeiðing að látnum einstaklingi fær eftirlifandi maki, börn og foreldrar þess látna heimild til að krefjast miskabóta. Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Refsingar vegna ærumeiðinga verða afnumdar og úrræði vegna þeirra verða færð í sérstök lög á sviði einkaréttar verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu yrði einnig felld úr gildi sérstök vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, þjóðhöfðingjar þeirra og fáni hafa notið. Frumvarp dómsmálaráðherra um bætur vegna ærumeiðinga var lagt fram á Alþingi á föstudag. Hljóti það brautargengi á þingi verða ákvæði um ærumeiðingar fjarlægðar úr almennum hegningarlögum. Þannig muni fangelsisrefsingar ekki lengur liggja við þeim og verður aðeins hægt að krefjast miskabóta í einkaréttarmálum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ákvæði núverandi hegningarlaga um ærumeiðingar samræmist illa tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Frumvarpinu sé þannig ætlað að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Verð frumvarpið að lögum verða ummæli meðal annars undanþegin bótaábyrgð ef um er að ræða gildisdóm, ef sýnt hefur verið fram á að þau hafi verið sönn eða ef þau eru talin réttlætanlegt framlag til umræðu sem varðar almenning. Ekki verður lengur saknæmt að breiða út ærumeiðandi ummæli annarra. Þá verða felld úr lögum ákvæði um ómerkingu ummæla og heimild til að dæma fjárhæðir til að standa straum af kostnaði við birtingu á dómi í meiðyrðamáli. Ekki verður heldur lengur kveðið á um sérstaka vernd æru forseta eða erlendra ríkja, þjóðhöfðingja þeirra og fána. Fyrirningartími krafna vegna ærumeiðinga verður styttur í eitt ár með frumvarpinu. Beinist ærumeiðing að látnum einstaklingi fær eftirlifandi maki, börn og foreldrar þess látna heimild til að krefjast miskabóta.
Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira