Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 10:45 Tíu þúsund hermenn leita nú mögulegra samverkamanna þeirra sem frömdu árásirnar á Páskadag. Tharaka Basnayaka/Getty Faðir og tveir bræður mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaur hryðjuverkaárásanna á kirkjur og hótel á Srí Lanka á Páskadag létust í skotbardaga þegar herinn gerði áhlaup á húsnæði í þeirra umsjá. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar þar í landi og fjölskyldumeðlim höfuðpaursins. Mennirnir þrír, Zainee Hashim, Rilwan Hashim og faðirinn Mohamed Hashim voru meðal þeirra 15 sem féllu í skotbardaga milli hermanna og íslamskra vígamanna á föstudag. Þremenningarnir höfðu áður sést á myndbandi sem gekk á milli sem gengur nú um samfélagsmiðla þar sem þeir lýstu stríði á hendur þeim sem aðhylltust ekki Íslam. Mennirnir í myndbandinu voru meðal þeirra sem létust í árásinni en Niyaz Sharif, mágur Zahran Hashim, sem talinn er vera aðalmaðurinn á bak við árásirnar, staðfesti við fjölmiðla að mennirnir þrír væru bræður hans og faðir. Yfirvöld telja Zahran sjálfan hafa sprengt sig í loft upp í einni árásanna á Páskadag. Mikil ólga ríkir á Srí Lanka í kjölfar árásanna sem heimtu líf yfir 250 einstaklinga, en stjórnvöld þar í landi óttast að fleiri sem hyggja á sjálfsmorðssprengjuárásir gangi lausir. Tíu þúsund hermenn hafa verið kallaðir út víðs vegar um eyjuna til þess að leita að meðlimum tveggja íslamskra vígahópa sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðisverkunum. Yfir 100 manns eru í haldi stjórnvalda, meðal annars erlendir aðilar frá Egyptalandi og Sýrlandi. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Faðir og tveir bræður mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaur hryðjuverkaárásanna á kirkjur og hótel á Srí Lanka á Páskadag létust í skotbardaga þegar herinn gerði áhlaup á húsnæði í þeirra umsjá. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar þar í landi og fjölskyldumeðlim höfuðpaursins. Mennirnir þrír, Zainee Hashim, Rilwan Hashim og faðirinn Mohamed Hashim voru meðal þeirra 15 sem féllu í skotbardaga milli hermanna og íslamskra vígamanna á föstudag. Þremenningarnir höfðu áður sést á myndbandi sem gekk á milli sem gengur nú um samfélagsmiðla þar sem þeir lýstu stríði á hendur þeim sem aðhylltust ekki Íslam. Mennirnir í myndbandinu voru meðal þeirra sem létust í árásinni en Niyaz Sharif, mágur Zahran Hashim, sem talinn er vera aðalmaðurinn á bak við árásirnar, staðfesti við fjölmiðla að mennirnir þrír væru bræður hans og faðir. Yfirvöld telja Zahran sjálfan hafa sprengt sig í loft upp í einni árásanna á Páskadag. Mikil ólga ríkir á Srí Lanka í kjölfar árásanna sem heimtu líf yfir 250 einstaklinga, en stjórnvöld þar í landi óttast að fleiri sem hyggja á sjálfsmorðssprengjuárásir gangi lausir. Tíu þúsund hermenn hafa verið kallaðir út víðs vegar um eyjuna til þess að leita að meðlimum tveggja íslamskra vígahópa sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðisverkunum. Yfir 100 manns eru í haldi stjórnvalda, meðal annars erlendir aðilar frá Egyptalandi og Sýrlandi.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00
Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37
Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19