Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 12:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í morgun. Ritari pólska sendiherrans á Íslandi staðfestir að fundað hafi verið í samgönguráðuneytinu eftir hádegið á föstudag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist. Fundinn sátu meðal annars Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sendiherra Póllands á Íslandi og túlkur. Skipasmíðastöðin hefur farið fram á rúmlega milljarð króna í viðbótargreiðslu vegna smíði skipsins og yrði heildarkostnaðurinn þá ríflega fimm milljarðar. Sigurður Ingi hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.VegagerðinBankaábyrgð framlengd Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd, og er það í annað sinn sem það er gert frá því að smíði skipsins lauk. Bankaábyrgð er trygging íslenska ríkisins fyrir því að geta krafið skipasmíðastöðina um endurgreiðslu þess fjármagns sem hefur verið lagt í smíði skipsins til þessa ef ríkið vill hætta við verkið. Ef til þess kæmi gæti skipasmíðastöðin selt skipið. Framlenging bankaábyrgðar er til marks um að reyna eigi að semja um að afhenda Vegagerðinni nýjan Herjólf. Fari málið í hart gætu liðið tvö til þrjú ár þar til ferjan kemur til landsins.Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í dag Vegagerðin hefur líkt og áður engar upplýsingar viljað veita um stöðuna í samningaviðræðum vegna nýs Herjólfs. Varðandi dýpkun Landeyjahafnar segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að ekki sé fært að dýpka höfnina í dag. Útlit sé fyrir að það verði hægt að byrja aftur upp úr hádegi á morgun. Lítið eigi eftir að dýpka svo Herjólfur geti siglt um höfnina. Herjólfur Landeyjahöfn Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í morgun. Ritari pólska sendiherrans á Íslandi staðfestir að fundað hafi verið í samgönguráðuneytinu eftir hádegið á föstudag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist. Fundinn sátu meðal annars Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sendiherra Póllands á Íslandi og túlkur. Skipasmíðastöðin hefur farið fram á rúmlega milljarð króna í viðbótargreiðslu vegna smíði skipsins og yrði heildarkostnaðurinn þá ríflega fimm milljarðar. Sigurður Ingi hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.VegagerðinBankaábyrgð framlengd Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd, og er það í annað sinn sem það er gert frá því að smíði skipsins lauk. Bankaábyrgð er trygging íslenska ríkisins fyrir því að geta krafið skipasmíðastöðina um endurgreiðslu þess fjármagns sem hefur verið lagt í smíði skipsins til þessa ef ríkið vill hætta við verkið. Ef til þess kæmi gæti skipasmíðastöðin selt skipið. Framlenging bankaábyrgðar er til marks um að reyna eigi að semja um að afhenda Vegagerðinni nýjan Herjólf. Fari málið í hart gætu liðið tvö til þrjú ár þar til ferjan kemur til landsins.Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í dag Vegagerðin hefur líkt og áður engar upplýsingar viljað veita um stöðuna í samningaviðræðum vegna nýs Herjólfs. Varðandi dýpkun Landeyjahafnar segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að ekki sé fært að dýpka höfnina í dag. Útlit sé fyrir að það verði hægt að byrja aftur upp úr hádegi á morgun. Lítið eigi eftir að dýpka svo Herjólfur geti siglt um höfnina.
Herjólfur Landeyjahöfn Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira