Gísli vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 11:57 Trond Einar Olaussen bæjarstjóri Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er bara svo „trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik um morðið á hinum fertuga Íslendingi Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var skotinn til bana í miðbæ sjávarþorpsins Mehamn í Finnmörku í norðurhluta Noregs aðfaranótt laugardags. „Hver einasti bæjarbúi er meðvitaður um þetta og allir taka þetta afar nærri sér, djúpt inn í hjartað. Þetta er okkur afar þungbært,“ segir Trond í samtali við fréttastofu. Fólk sé í sárum og gráti mikið. Tveir eru í haldi norsku lögreglunnar vegna málsins, annar er grunaður um morð og hinn er grunaður um að vera meðsekur. Sá sem er grunaður um morðið er hálfbróðir hins látna.Sjá nánar: Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrði á miðvikudag Trond Einar segir að Gísli hafi verið afar vel liðinn í bænum og áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Gísli hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Hann var fertugur sjómaður og lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Gamvik er á meðal nyrstu byggðarlaga í heimi. Um 900 manns búa í sjávarþorpinu Mehamn en 1150 í Gamvik. Trond Einar segir að, gróflega áætlað, búi um 30-40 Íslendingar á svæðinu og mætti segja á hjara veraldar.Býður Íslendinga velkomna „Þetta fólk er okkur afar mikilvægt,“ segir Gamvik um Íslendingana í Mehamn. Íslendingarnir séu harðduglegir og kunni til verka. „Íslenska fólkið er alltaf velkomið til Gamvikur.“ Aðspurður hvort Íslendingarnir leiti þangað aðeins til að vinna svarar Trond Einar því til að Íslendingarnir hafi fasta búsetu í Gamvik. „Þau eignast börn hér og fjárfesta í húsnæði. Þau búa hérna. Þau koma ekki aðeins hingað til að vinna heldur líka til að taka þátt í samfélaginu okkar og lifa lífinu,“ segir Trond Einar sem ítrekar mikilvægi íslenskra íbúa fyrir samfélagið í Gamvik. Hann kunni vel að meta þá. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Sjá meira
„Þetta er bara svo „trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik um morðið á hinum fertuga Íslendingi Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var skotinn til bana í miðbæ sjávarþorpsins Mehamn í Finnmörku í norðurhluta Noregs aðfaranótt laugardags. „Hver einasti bæjarbúi er meðvitaður um þetta og allir taka þetta afar nærri sér, djúpt inn í hjartað. Þetta er okkur afar þungbært,“ segir Trond í samtali við fréttastofu. Fólk sé í sárum og gráti mikið. Tveir eru í haldi norsku lögreglunnar vegna málsins, annar er grunaður um morð og hinn er grunaður um að vera meðsekur. Sá sem er grunaður um morðið er hálfbróðir hins látna.Sjá nánar: Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrði á miðvikudag Trond Einar segir að Gísli hafi verið afar vel liðinn í bænum og áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Gísli hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Hann var fertugur sjómaður og lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Gamvik er á meðal nyrstu byggðarlaga í heimi. Um 900 manns búa í sjávarþorpinu Mehamn en 1150 í Gamvik. Trond Einar segir að, gróflega áætlað, búi um 30-40 Íslendingar á svæðinu og mætti segja á hjara veraldar.Býður Íslendinga velkomna „Þetta fólk er okkur afar mikilvægt,“ segir Gamvik um Íslendingana í Mehamn. Íslendingarnir séu harðduglegir og kunni til verka. „Íslenska fólkið er alltaf velkomið til Gamvikur.“ Aðspurður hvort Íslendingarnir leiti þangað aðeins til að vinna svarar Trond Einar því til að Íslendingarnir hafi fasta búsetu í Gamvik. „Þau eignast börn hér og fjárfesta í húsnæði. Þau búa hérna. Þau koma ekki aðeins hingað til að vinna heldur líka til að taka þátt í samfélaginu okkar og lifa lífinu,“ segir Trond Einar sem ítrekar mikilvægi íslenskra íbúa fyrir samfélagið í Gamvik. Hann kunni vel að meta þá.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00