Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:52 Frá vettvangi á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30