Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2019 14:02 Þær eru ansi vænar bleikjurnar í Köldukvísl Mynd: Fish Partner Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir því að hálendisveiðin fari í almennilega í gang en það má nú samt komast í flotta veiði núna. Ein af bestu bleikjuám landsins er Kaldakvísl en hún hefur lengi verið vinsæl hjá þeim sem sækjast í að áskorun og stórar bleikjur. Og það er engu logið með stórar bleikjur þarna en það er algengt að það veiðist á hverju sumri 6-8 punda bleikjur og þorrinn af því sem er að veiðast er 3-5 punda. Bleikjan væn og vel haldin enda er mikið æti á þessu vatnasvæði og veiðin getur verið góð allt tímabilið. Aðeins er veitt á flugu og þarna er öllum fiski sleppt. Það er veitt frá ósum þar sem áin rennur í virkjunarlónið og vel upp eftir öllu. Á efri svæðunum er líka vænn urriði og landslag sem gerir alla veiðiupplifun þarna ansi magnaða. Þeir sem vilja veiða þetta svæði geta skoðað laus leyfi hjá Fishpartner. Mest lesið Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Mögnuð opnun í Litluá Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Stóri júlístraumurinn skilaði litlu í laxveiðiárnar Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði
Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir því að hálendisveiðin fari í almennilega í gang en það má nú samt komast í flotta veiði núna. Ein af bestu bleikjuám landsins er Kaldakvísl en hún hefur lengi verið vinsæl hjá þeim sem sækjast í að áskorun og stórar bleikjur. Og það er engu logið með stórar bleikjur þarna en það er algengt að það veiðist á hverju sumri 6-8 punda bleikjur og þorrinn af því sem er að veiðast er 3-5 punda. Bleikjan væn og vel haldin enda er mikið æti á þessu vatnasvæði og veiðin getur verið góð allt tímabilið. Aðeins er veitt á flugu og þarna er öllum fiski sleppt. Það er veitt frá ósum þar sem áin rennur í virkjunarlónið og vel upp eftir öllu. Á efri svæðunum er líka vænn urriði og landslag sem gerir alla veiðiupplifun þarna ansi magnaða. Þeir sem vilja veiða þetta svæði geta skoðað laus leyfi hjá Fishpartner.
Mest lesið Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Mögnuð opnun í Litluá Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Stóri júlístraumurinn skilaði litlu í laxveiðiárnar Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði