Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 20:00 Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Vísir/Baldur Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. Deilt hefur verið um afhendingu nýs Herjólfs. Skipasmíðastöðin segir aukakostnað nema rúmum milljarði en íslenska ríkið neitar að borga rúma fimm milljarða króna fyrir nýja Vestmannaeyjaferju. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í ráðuneyti hans á föstudag. Þeir buðu íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna smíði Herjólfs verði framlengd til þriggja mánaða til að liðka fyrir samningaviðræðum. Deila um afhendingu nýs Herjólfs kom til tals þegar utanríkisráðherra Póllands fundaði með íslenskum starfsbróður sínum í Reykjavík í upphafi mánaðarins. Pólski sendiherrann segir að þrýstingur um að hann myndi beita sér í málinu hafi verið meiri frá Íslendingum en Pólverjum. „Það voru íslenskir þingmenn sem höfðu áhyggjur af flutningum á milli Íslands og hinna fallegu Vestmannaeyja,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og bætir við: „Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar.“Um borð í nýjum Herjólfi.Mynd/Andrés SigurðssonEkki samningafundur Sendiherrann las úr bréfi frá pólsku skipasmíðastöðinni fyrir fréttastofu þar sem fram kom ánægja með fund þeirra með íslenska samgönguráðherranum. „Þetta er bréf til samgönguráðherrans ykkar og nú bíðum við eftir að Íslendingar taki næsta skref,“ segir Gerard. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, segir að hann hafi bent Pólverjunum á að fundurinn væri ekki samningafundur. „Í okkar kerfi er það Vegagerðin sem er með þetta verkefni og ég ætlaðist til að þeir tveir aðilar myndu koma sér saman um niðurstöðu og afhenda skipið sem fyrst og ganga frá þeim greiðslum sem þar af út af standa,“ segir Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Samningar standi Sigurður Ingi segir að samningar um smíði Herjólfs standi og þar sé tekið á öllum þeim breytingum sem hafi verið gerðar í smíðaferlinu. „Séu einhverjar aðrar kröfur upp á borðinu voru menn sammála um að það færi þá fyrir gerðardóm, það er hin eðlilega leið,“ segir ráðherra.Þannig að það er annaðhvort fjórir milljarðar eða gerðardómur? Menn eru ekkert að ræða saman um eitthvað þar á milli? „Að sjálfsögðu eru menn að tala saman. Það eru liðnar nokkrar vikur frá því að mér skilst að menn hefðu getað sett punktinn fyrir aftan samningana. Ég vænti þess að menn geri það sem hraðast. Það var að minnsta kosti mín hvatning til þessara aðila á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Herjólfur Samgöngur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. Deilt hefur verið um afhendingu nýs Herjólfs. Skipasmíðastöðin segir aukakostnað nema rúmum milljarði en íslenska ríkið neitar að borga rúma fimm milljarða króna fyrir nýja Vestmannaeyjaferju. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í ráðuneyti hans á föstudag. Þeir buðu íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna smíði Herjólfs verði framlengd til þriggja mánaða til að liðka fyrir samningaviðræðum. Deila um afhendingu nýs Herjólfs kom til tals þegar utanríkisráðherra Póllands fundaði með íslenskum starfsbróður sínum í Reykjavík í upphafi mánaðarins. Pólski sendiherrann segir að þrýstingur um að hann myndi beita sér í málinu hafi verið meiri frá Íslendingum en Pólverjum. „Það voru íslenskir þingmenn sem höfðu áhyggjur af flutningum á milli Íslands og hinna fallegu Vestmannaeyja,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og bætir við: „Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar.“Um borð í nýjum Herjólfi.Mynd/Andrés SigurðssonEkki samningafundur Sendiherrann las úr bréfi frá pólsku skipasmíðastöðinni fyrir fréttastofu þar sem fram kom ánægja með fund þeirra með íslenska samgönguráðherranum. „Þetta er bréf til samgönguráðherrans ykkar og nú bíðum við eftir að Íslendingar taki næsta skref,“ segir Gerard. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, segir að hann hafi bent Pólverjunum á að fundurinn væri ekki samningafundur. „Í okkar kerfi er það Vegagerðin sem er með þetta verkefni og ég ætlaðist til að þeir tveir aðilar myndu koma sér saman um niðurstöðu og afhenda skipið sem fyrst og ganga frá þeim greiðslum sem þar af út af standa,“ segir Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Samningar standi Sigurður Ingi segir að samningar um smíði Herjólfs standi og þar sé tekið á öllum þeim breytingum sem hafi verið gerðar í smíðaferlinu. „Séu einhverjar aðrar kröfur upp á borðinu voru menn sammála um að það færi þá fyrir gerðardóm, það er hin eðlilega leið,“ segir ráðherra.Þannig að það er annaðhvort fjórir milljarðar eða gerðardómur? Menn eru ekkert að ræða saman um eitthvað þar á milli? „Að sjálfsögðu eru menn að tala saman. Það eru liðnar nokkrar vikur frá því að mér skilst að menn hefðu getað sett punktinn fyrir aftan samningana. Ég vænti þess að menn geri það sem hraðast. Það var að minnsta kosti mín hvatning til þessara aðila á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Herjólfur Samgöngur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira