Réttindalausum kennurum fjölgar í grunnskólum Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2019 09:27 Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. vísir/vilhelm Um áttundi hver kennari sem starfaði í grunnskólum landsins síðastliðið haust var án kennsluréttinda. Hefur þeim fjölgað frá fyrra ári samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að á árunum 1998 til 2008 hafi hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins verið á bilinu 13 til 20 prósent. „Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 12,4% af 5.311 starfsmönnum við kennslu haustið 2018. Þá voru 657 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað um 214 frá hausti 2017. Lægst var hlutfall starfsfólks við kennslu án kennsluréttinda á Norðurlandi eystra, þar sem 9,1% starfsmanna við kennslu voru án réttinda, og í Reykjavík, 9,3%. Hæst var hlutfall starfsfólks við kennslu án réttinda á Vestfjörðum, 27,7%,“ segir í tilkynningunni.Karlkyns skólastjórum fækkað verulega Þar segir ennfremur að frá hausti 1998 hafi starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega 5.300 haustið 2018. „Karlar við kennslu voru tæplega 1.100 haustið 1998 og hafði fækkað í rúmlega 900 haustið 2018. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega 3.000 í tæplega 4.400. Frá 1998 hefur karlkyns skólastjórum fækkað verulega. Árið 1998 voru þeir 125 en voru 48 talsins haustið 2018. Á sama tíma hefur kvenskólastjórum fjölgað úr 68 í 123.“Grímseyjarskóli með þrjá nemendur Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. Alls voru 169 grunnskólar starfandi á landinu skólaárið 2018-2019. „Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2018-2019 eru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Varmárskóli og Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Hraunvallaskóli þar sem eru tæplega 800 nemendur. Fámennasti grunnskólinn er Grímseyjarskóli þar sem 3 nemendur stunduðu nám haustið 2018.“Pólska algengasta erlenda móðurmál nemenda Loks segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna þeim upplýsingum. „Haustið 2018 höfðu 4.874 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 10,6% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 400 nemendur frá árinu áður. Hafa ber í huga að einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af rúmlega 1.700 nemendum, tæplega 350 tala filippseysk mál og á þriðja hundrað nemenda tala ensku, lithásku eða taílensku. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og eru rúmlega 2.500 haustið 2018.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Um áttundi hver kennari sem starfaði í grunnskólum landsins síðastliðið haust var án kennsluréttinda. Hefur þeim fjölgað frá fyrra ári samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að á árunum 1998 til 2008 hafi hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins verið á bilinu 13 til 20 prósent. „Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 12,4% af 5.311 starfsmönnum við kennslu haustið 2018. Þá voru 657 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað um 214 frá hausti 2017. Lægst var hlutfall starfsfólks við kennslu án kennsluréttinda á Norðurlandi eystra, þar sem 9,1% starfsmanna við kennslu voru án réttinda, og í Reykjavík, 9,3%. Hæst var hlutfall starfsfólks við kennslu án réttinda á Vestfjörðum, 27,7%,“ segir í tilkynningunni.Karlkyns skólastjórum fækkað verulega Þar segir ennfremur að frá hausti 1998 hafi starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega 5.300 haustið 2018. „Karlar við kennslu voru tæplega 1.100 haustið 1998 og hafði fækkað í rúmlega 900 haustið 2018. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega 3.000 í tæplega 4.400. Frá 1998 hefur karlkyns skólastjórum fækkað verulega. Árið 1998 voru þeir 125 en voru 48 talsins haustið 2018. Á sama tíma hefur kvenskólastjórum fjölgað úr 68 í 123.“Grímseyjarskóli með þrjá nemendur Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. Alls voru 169 grunnskólar starfandi á landinu skólaárið 2018-2019. „Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2018-2019 eru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Varmárskóli og Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Hraunvallaskóli þar sem eru tæplega 800 nemendur. Fámennasti grunnskólinn er Grímseyjarskóli þar sem 3 nemendur stunduðu nám haustið 2018.“Pólska algengasta erlenda móðurmál nemenda Loks segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna þeim upplýsingum. „Haustið 2018 höfðu 4.874 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 10,6% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 400 nemendur frá árinu áður. Hafa ber í huga að einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af rúmlega 1.700 nemendum, tæplega 350 tala filippseysk mál og á þriðja hundrað nemenda tala ensku, lithásku eða taílensku. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og eru rúmlega 2.500 haustið 2018.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira