Réttindalausum kennurum fjölgar í grunnskólum Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2019 09:27 Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. vísir/vilhelm Um áttundi hver kennari sem starfaði í grunnskólum landsins síðastliðið haust var án kennsluréttinda. Hefur þeim fjölgað frá fyrra ári samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að á árunum 1998 til 2008 hafi hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins verið á bilinu 13 til 20 prósent. „Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 12,4% af 5.311 starfsmönnum við kennslu haustið 2018. Þá voru 657 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað um 214 frá hausti 2017. Lægst var hlutfall starfsfólks við kennslu án kennsluréttinda á Norðurlandi eystra, þar sem 9,1% starfsmanna við kennslu voru án réttinda, og í Reykjavík, 9,3%. Hæst var hlutfall starfsfólks við kennslu án réttinda á Vestfjörðum, 27,7%,“ segir í tilkynningunni.Karlkyns skólastjórum fækkað verulega Þar segir ennfremur að frá hausti 1998 hafi starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega 5.300 haustið 2018. „Karlar við kennslu voru tæplega 1.100 haustið 1998 og hafði fækkað í rúmlega 900 haustið 2018. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega 3.000 í tæplega 4.400. Frá 1998 hefur karlkyns skólastjórum fækkað verulega. Árið 1998 voru þeir 125 en voru 48 talsins haustið 2018. Á sama tíma hefur kvenskólastjórum fjölgað úr 68 í 123.“Grímseyjarskóli með þrjá nemendur Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. Alls voru 169 grunnskólar starfandi á landinu skólaárið 2018-2019. „Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2018-2019 eru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Varmárskóli og Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Hraunvallaskóli þar sem eru tæplega 800 nemendur. Fámennasti grunnskólinn er Grímseyjarskóli þar sem 3 nemendur stunduðu nám haustið 2018.“Pólska algengasta erlenda móðurmál nemenda Loks segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna þeim upplýsingum. „Haustið 2018 höfðu 4.874 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 10,6% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 400 nemendur frá árinu áður. Hafa ber í huga að einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af rúmlega 1.700 nemendum, tæplega 350 tala filippseysk mál og á þriðja hundrað nemenda tala ensku, lithásku eða taílensku. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og eru rúmlega 2.500 haustið 2018.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Um áttundi hver kennari sem starfaði í grunnskólum landsins síðastliðið haust var án kennsluréttinda. Hefur þeim fjölgað frá fyrra ári samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að á árunum 1998 til 2008 hafi hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins verið á bilinu 13 til 20 prósent. „Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 12,4% af 5.311 starfsmönnum við kennslu haustið 2018. Þá voru 657 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað um 214 frá hausti 2017. Lægst var hlutfall starfsfólks við kennslu án kennsluréttinda á Norðurlandi eystra, þar sem 9,1% starfsmanna við kennslu voru án réttinda, og í Reykjavík, 9,3%. Hæst var hlutfall starfsfólks við kennslu án réttinda á Vestfjörðum, 27,7%,“ segir í tilkynningunni.Karlkyns skólastjórum fækkað verulega Þar segir ennfremur að frá hausti 1998 hafi starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega 5.300 haustið 2018. „Karlar við kennslu voru tæplega 1.100 haustið 1998 og hafði fækkað í rúmlega 900 haustið 2018. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega 3.000 í tæplega 4.400. Frá 1998 hefur karlkyns skólastjórum fækkað verulega. Árið 1998 voru þeir 125 en voru 48 talsins haustið 2018. Á sama tíma hefur kvenskólastjórum fjölgað úr 68 í 123.“Grímseyjarskóli með þrjá nemendur Nemendur í grunnskólum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en haustið 2018, alls 45.904 og hafði þeim fjölgað um 1,6 prósent frá fyrra ári. Alls voru 169 grunnskólar starfandi á landinu skólaárið 2018-2019. „Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2018-2019 eru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Varmárskóli og Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Hraunvallaskóli þar sem eru tæplega 800 nemendur. Fámennasti grunnskólinn er Grímseyjarskóli þar sem 3 nemendur stunduðu nám haustið 2018.“Pólska algengasta erlenda móðurmál nemenda Loks segir að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hafi fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna þeim upplýsingum. „Haustið 2018 höfðu 4.874 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 10,6% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 400 nemendur frá árinu áður. Hafa ber í huga að einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af rúmlega 1.700 nemendum, tæplega 350 tala filippseysk mál og á þriðja hundrað nemenda tala ensku, lithásku eða taílensku. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og eru rúmlega 2.500 haustið 2018.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira