Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, tekur aftur sæti á Alþingi í dag eftir að hann tók sér leyfi vegna sonar hans sem fótbrotnaði í dráttarvélarslysi. Frá þessu er greint á vef Alþingis.
Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður, sem leysti Gunnar Braga af á meðan á leyfi hans stóð mun því víkja af þingi.
Gunnar Bragi greindi frá því í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir helgi að hann hygðist taka sér frí frá þingstörfum. Ástæðan væri persónulegs eðlis.
Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk slysið mjög á Gunnar en sonur hans er fjölskyldufaðir og á þrjú ung börn. Gunnar Bragi hafi viljað fara norður á land þar sem sonur hans rekur bú til þess að vera honum til halds og trausts.
Gunnar Bragi snýr aftur eftir leyfi

Tengdar fréttir

Slys í fjölskyldunni ástæða leyfis Gunnars Braga
Gunnar Bragi Sveinsson vildi fara norður og vera til staðar.

Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum.