Gæsahúðin varði lengi eftir óvænta innkomu ráðherra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 20:00 Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira