Úthvíldir skurðlæknar standa sig betur Andri Eysteinsson skrifar 12. apríl 2019 18:26 Rannsókn Tómasar og félaga sýnir að aðgerðir sem framkvæmdar eru af úthvíldum skurðaðgerðum eru líklegri til að skila árangri. Samsett/Getty/Vísir Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20
Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30
Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37