1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Sighvatur Jónsson skrifar 13. apríl 2019 18:45 Framkvæmdir við 1600 tonna laug fyrir mjaldrana eru langt komnar. Vísir/Sighvatur Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sýnir hvernig sjá má innan í eitt af sýningarbúrum nýja sædýrasafnsins í Eyjum.Vísir/Sighvatur Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. Aðstaðan getur nýst til að taka á móti fleiri mjöldrum í framtíðinni. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Safnið hefur gengið í algera endurnýjun lífdaga með flutningi í nýtt sædýrasafn. Nýja safnið er mun stærra en það gamla. Það er gestastofa í svokölluðum griðastað mjaldra sem verða fluttir til Eyja. „Gestastofan er í rauninni ekkert annað en gamla fiskasafnið okkar með þessari viðbót sem eru mjaldrarnir,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja.Fiska- og náttúrugripasafnið í Eyjum var þekkt fyrir fjölbreytt safn uppstoppaðra fugla. Á nýja sædýrasafninu eru lifandi lundar.Vísir/SighvaturNýja sædýrasafnið í Eyjum hefur verið opnað þrátt fyrir að mjaldrarnir séu ekki komnir þangað. Á nýja safninu má sjá fiska, krabba og ýmsar aðrar lífverur hafsins. Einnig eru lifandi lundar til sýnis. Margir ferðamenn koma sérstaklega til Vestmannaeyja til að freista þess að sjá lunda.Nýja sædýrasafnið er í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar við höfnina í Vestmannaeyjum.Vísir/SighvaturHver hvalur um tonn Mjaldrar eru hvalir sem fullvaxta vega um og yfir eitt tonn og eru 4-5 metra langir. Fyrst verða þeir í fjögurra vikna sóttkví í risastórri 1600 tonna laug á safninu. Tilgangurinn með flutningi mjaldranna til Eyja er að koma þeim fyrir í hvalaathvarfi í Klettsvík. Páll Marvin segir að boðið verði upp á siglingar að mjöldrunum. „Þú getur keypt annaðhvort miða í safnið eða þá miða með siglingu út í Klettsvíkina þar sem þú sérð dýrin.“Laugin fyrir mjaldrana er á við þrjár sundlaugar Vestmannaeyja.Vísir/SighvaturGóðgerðarsamtökin Sea Life Trust sjá um framkvæmdina. Eigandi mjaldranna, Merlin Entertainments, fjármagnar flutning þeirra og allar framkvæmdir við nýja safnið í Eyjum. Stefna fyrirtækisins er að koma hvölum úr skemmtigörðum í aðstæður sem líkjast meira þeirra náttúrulegu heimkynnum.Kynning fyrir Eyjar og Ísland Hvalabjörgunarverkefni Merlin Entertainments eru vel kynnt fyrir þeim 60 millónum gesta sem heimsækja garða fyrirtækisins árlega. „Þetta er gríðarleg markaðssetning sem við erum að fá fyrir Vestmannaeyjar og fyrir Ísland í heild með þessu verkefni,“ segir Páll Marvin hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja.Systurnar sem koma til Eyja eru taldar vera fæddar 2006.Vísir/SighvaturÍ fyrstu er stefnt að flutningi tveggja mjaldra. Það eru systur sem kallaðar eru Litla grá og Litla hvít. Eyjamenn sjá tækifæri í því að nýta aðstöðuna til að taka á móti fleiri mjöldrum af þeim 300 sem eru í skemmtigörðum heimsins. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sýnir hvernig sjá má innan í eitt af sýningarbúrum nýja sædýrasafnsins í Eyjum.Vísir/Sighvatur Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. Aðstaðan getur nýst til að taka á móti fleiri mjöldrum í framtíðinni. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Safnið hefur gengið í algera endurnýjun lífdaga með flutningi í nýtt sædýrasafn. Nýja safnið er mun stærra en það gamla. Það er gestastofa í svokölluðum griðastað mjaldra sem verða fluttir til Eyja. „Gestastofan er í rauninni ekkert annað en gamla fiskasafnið okkar með þessari viðbót sem eru mjaldrarnir,“ segir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja.Fiska- og náttúrugripasafnið í Eyjum var þekkt fyrir fjölbreytt safn uppstoppaðra fugla. Á nýja sædýrasafninu eru lifandi lundar.Vísir/SighvaturNýja sædýrasafnið í Eyjum hefur verið opnað þrátt fyrir að mjaldrarnir séu ekki komnir þangað. Á nýja safninu má sjá fiska, krabba og ýmsar aðrar lífverur hafsins. Einnig eru lifandi lundar til sýnis. Margir ferðamenn koma sérstaklega til Vestmannaeyja til að freista þess að sjá lunda.Nýja sædýrasafnið er í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar við höfnina í Vestmannaeyjum.Vísir/SighvaturHver hvalur um tonn Mjaldrar eru hvalir sem fullvaxta vega um og yfir eitt tonn og eru 4-5 metra langir. Fyrst verða þeir í fjögurra vikna sóttkví í risastórri 1600 tonna laug á safninu. Tilgangurinn með flutningi mjaldranna til Eyja er að koma þeim fyrir í hvalaathvarfi í Klettsvík. Páll Marvin segir að boðið verði upp á siglingar að mjöldrunum. „Þú getur keypt annaðhvort miða í safnið eða þá miða með siglingu út í Klettsvíkina þar sem þú sérð dýrin.“Laugin fyrir mjaldrana er á við þrjár sundlaugar Vestmannaeyja.Vísir/SighvaturGóðgerðarsamtökin Sea Life Trust sjá um framkvæmdina. Eigandi mjaldranna, Merlin Entertainments, fjármagnar flutning þeirra og allar framkvæmdir við nýja safnið í Eyjum. Stefna fyrirtækisins er að koma hvölum úr skemmtigörðum í aðstæður sem líkjast meira þeirra náttúrulegu heimkynnum.Kynning fyrir Eyjar og Ísland Hvalabjörgunarverkefni Merlin Entertainments eru vel kynnt fyrir þeim 60 millónum gesta sem heimsækja garða fyrirtækisins árlega. „Þetta er gríðarleg markaðssetning sem við erum að fá fyrir Vestmannaeyjar og fyrir Ísland í heild með þessu verkefni,“ segir Páll Marvin hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja.Systurnar sem koma til Eyja eru taldar vera fæddar 2006.Vísir/SighvaturÍ fyrstu er stefnt að flutningi tveggja mjaldra. Það eru systur sem kallaðar eru Litla grá og Litla hvít. Eyjamenn sjá tækifæri í því að nýta aðstöðuna til að taka á móti fleiri mjöldrum af þeim 300 sem eru í skemmtigörðum heimsins.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira