Framhaldsskólakennarar starfa sem leiðbeinendur í grunnskóla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 12:45 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fyrir frumvarp um að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Fjöldi kennara hafa misst vinnuna í kjölfar styttingar námsins og sumir ráðnir inn í grunnskóla eingöngu sem leiðbeinendur.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni kom fram að um fimmtíu framhaldsskólakennarar hafa misst vinnuna vegna styttingar framhaldsskólanna úr fjórum árum niður í þrjú og býst Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara, við fleiri uppsögnum í vor. Styttingunni lýkur nú í haust og verða þá allir skólar með þriggja ára nám. Guðríður sagði framhaldskólakennara andsnúna breytingunum frá upphafi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir framhaldsskólakennara dýrmæta í íslensku samfélagi og verið sé að leita leiða til að missa þá ekki úr menntakerfinu. „Það er mín von að þeir starfi áfram innan skólakerfisins. Nýtt kennarafrumvarp sem ég hef mælt fyrir á Alþingi mun gagnast þeim framhaldsskólakennurum sem hafa hug á því að kenna á öðrum skólastigum. Eins og lögin eru í dag eru þeir ráðnir inn á önnur skólastig sem leiðbeinendur án viðunandi starfsöryggis og launakjara. Það er von mín að með þessu nýja frumvarpi aukist sveigjanleiki og auki réttindi kennara,“ segir hún. Aðspurð hvort það sé ásættanlegt að framhaldsskólakennarar fari að kenna í grunnskóla, því sérhæfing þeirra gæti einskorðast við nám í framhaldsskóla, segist Lilja telja að það sé gagnlegt fyrir íslenskt menntakerfi að það sé sveigjanleiki milli skólakerfa og aukin skilningur á mismunandi kerfum. „Ég tel að það verði jákvæð þróun til lengri tíma litið. Ég tel að það séu bjartir tímar framundan í íslensku skólakerfi,“ segir hún. Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Fjöldi kennara hafa misst vinnuna í kjölfar styttingar námsins og sumir ráðnir inn í grunnskóla eingöngu sem leiðbeinendur.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni kom fram að um fimmtíu framhaldsskólakennarar hafa misst vinnuna vegna styttingar framhaldsskólanna úr fjórum árum niður í þrjú og býst Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara, við fleiri uppsögnum í vor. Styttingunni lýkur nú í haust og verða þá allir skólar með þriggja ára nám. Guðríður sagði framhaldskólakennara andsnúna breytingunum frá upphafi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir framhaldsskólakennara dýrmæta í íslensku samfélagi og verið sé að leita leiða til að missa þá ekki úr menntakerfinu. „Það er mín von að þeir starfi áfram innan skólakerfisins. Nýtt kennarafrumvarp sem ég hef mælt fyrir á Alþingi mun gagnast þeim framhaldsskólakennurum sem hafa hug á því að kenna á öðrum skólastigum. Eins og lögin eru í dag eru þeir ráðnir inn á önnur skólastig sem leiðbeinendur án viðunandi starfsöryggis og launakjara. Það er von mín að með þessu nýja frumvarpi aukist sveigjanleiki og auki réttindi kennara,“ segir hún. Aðspurð hvort það sé ásættanlegt að framhaldsskólakennarar fari að kenna í grunnskóla, því sérhæfing þeirra gæti einskorðast við nám í framhaldsskóla, segist Lilja telja að það sé gagnlegt fyrir íslenskt menntakerfi að það sé sveigjanleiki milli skólakerfa og aukin skilningur á mismunandi kerfum. „Ég tel að það verði jákvæð þróun til lengri tíma litið. Ég tel að það séu bjartir tímar framundan í íslensku skólakerfi,“ segir hún.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent