Tiger gat varla gengið en er nú kominn aftur á toppinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2019 09:30 Tiger Woods í græna jakkanum. vísir/getty Tiger Woods er kominn aftur á toppinn í golfinu en hann vann The Masters í gærkvöldi, ellefu árum eftir að vinna sitt síðasta risamót. Tiger, sem var að sigra á 15. risamótinu á ferlinum, hefur gengið í gegnum margt á undanförnum árum, meðal annars mikil meiðsli í baki sem urðu til þess að hann þurfti að gangast undir fjórar skurðaðgerðir. „Ég gat varla gengið fyrir aðgerðirnar og börnin mín höfðu nánast bara upplifað verki mína samhliða golfinu. Nú er ég að búa til nýjar minningar fyrir þau sem er mér mikilvægt,“ sagði glaður Tiger á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær.„Ég er heppinn að fá annað tækifæri til að gera það sem að ég elska. Sjálfur efaðist ég um framtíð mína eftir allt sem gengið hefur á undanfarin ár.“ Tiger var með svo mikla verki þegar að verst lét að hann gat lítið sem ekkert gert. „Ég gat ekki lagst og í raun ekki gert neitt. Aðgerðirnar gáfu mér annað tækifæri á eðlilegu lífi,“ sagði Tiger. „Allt í einu gat ég svo sveiflað golfkylfu aftur. Mér fannst að ef ég gæti komið mér í stand þá hefði ég þetta í mér. Líkaminn er ekki eins góður og hann var en hendurnar mínar eru enn þá góðar. Þetta er einn af stærstu sigrunum á mínum ferli,“ sagði Tiger Woods. Golf Tengdar fréttir Myndasyrpa af fögnuði Tiger Tiger Woods vann Masters risamótið í fimmta skipti á ferlinum í dag. 15. apríl 2019 07:00 Tiger Woods vann fimmta græna jakkann Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum. 14. apríl 2019 18:28 Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum. 14. apríl 2019 18:50 Tiger nálgast "Gullbjörninn“ Tiger vann sinn fimmtánda risatitil í gær. 14. apríl 2019 23:30 Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti. 14. apríl 2019 19:03 Twitter eftir sigur Tiger: „Er ekki örugglega eðlilegt að tárast yfir golfi“ Tiger er vinsæll og það sást á Twitter. 14. apríl 2019 18:43 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er kominn aftur á toppinn í golfinu en hann vann The Masters í gærkvöldi, ellefu árum eftir að vinna sitt síðasta risamót. Tiger, sem var að sigra á 15. risamótinu á ferlinum, hefur gengið í gegnum margt á undanförnum árum, meðal annars mikil meiðsli í baki sem urðu til þess að hann þurfti að gangast undir fjórar skurðaðgerðir. „Ég gat varla gengið fyrir aðgerðirnar og börnin mín höfðu nánast bara upplifað verki mína samhliða golfinu. Nú er ég að búa til nýjar minningar fyrir þau sem er mér mikilvægt,“ sagði glaður Tiger á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær.„Ég er heppinn að fá annað tækifæri til að gera það sem að ég elska. Sjálfur efaðist ég um framtíð mína eftir allt sem gengið hefur á undanfarin ár.“ Tiger var með svo mikla verki þegar að verst lét að hann gat lítið sem ekkert gert. „Ég gat ekki lagst og í raun ekki gert neitt. Aðgerðirnar gáfu mér annað tækifæri á eðlilegu lífi,“ sagði Tiger. „Allt í einu gat ég svo sveiflað golfkylfu aftur. Mér fannst að ef ég gæti komið mér í stand þá hefði ég þetta í mér. Líkaminn er ekki eins góður og hann var en hendurnar mínar eru enn þá góðar. Þetta er einn af stærstu sigrunum á mínum ferli,“ sagði Tiger Woods.
Golf Tengdar fréttir Myndasyrpa af fögnuði Tiger Tiger Woods vann Masters risamótið í fimmta skipti á ferlinum í dag. 15. apríl 2019 07:00 Tiger Woods vann fimmta græna jakkann Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum. 14. apríl 2019 18:28 Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum. 14. apríl 2019 18:50 Tiger nálgast "Gullbjörninn“ Tiger vann sinn fimmtánda risatitil í gær. 14. apríl 2019 23:30 Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti. 14. apríl 2019 19:03 Twitter eftir sigur Tiger: „Er ekki örugglega eðlilegt að tárast yfir golfi“ Tiger er vinsæll og það sást á Twitter. 14. apríl 2019 18:43 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Myndasyrpa af fögnuði Tiger Tiger Woods vann Masters risamótið í fimmta skipti á ferlinum í dag. 15. apríl 2019 07:00
Tiger Woods vann fimmta græna jakkann Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum. 14. apríl 2019 18:28
Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum. 14. apríl 2019 18:50
Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti. 14. apríl 2019 19:03
Twitter eftir sigur Tiger: „Er ekki örugglega eðlilegt að tárast yfir golfi“ Tiger er vinsæll og það sást á Twitter. 14. apríl 2019 18:43