Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 12:27 Bílar og vagnar voru brenndir í óeirðunum á götum Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Vísir/EPA Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata. Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata.
Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54