Barþjónar til í nýjan bjórsjálfsala Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 20:00 Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við. Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við.
Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira