Forseti ASÍ og formaður Eflingar þrýsta á stjórnvöld Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2019 19:18 Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar skora á stjórnvöld að framkvæma boðaðar skattabreytingar hratt og án undanbragða. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem nú greiði atkvæði um nýgerða samninga leggi mikla áherslu á skjót svör stjórnvalda. Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gáfu stjórnvöld út yfirlýsingu um aðgerðir sem metnar eru á áttatíu til hundrað milljarða. Þeirra á meðal eru skattalækkanir með fjölgun skattþrepa, sem helst eiga að gagnast lág- og millitekjuhópum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að draga ekki framkvæmd skattalækkana. En á undanförnum áratugum hafi skattar verið færðir af tekjuháum hópum yfir á tekjulága. „Við erum að halda uppi þrýstingi á stjórnvöld að efna þau loforð og þær yfirlýsingar sem þau hafa gefið. Líka miðla þeirri skýru hugsun frá okkar félagsmönnum, sem kemur mjög skýrt fram á fundum, að fólk er að bíða eftir útfærslu á skattatillögunum,“ segir Drífa. Ekki megi draga það í einhver ár að koma þeim öllum til framkvæmda heldur komi þungi breytinganna til framkvæmda sem fyrst. „Það var samið um tiltölulega lágar tölur í upphafi á þessum samningi. Hann er afturhlaðinn og við héldum því til haga í samskiptum við stjórnvöld í aðdraganda þessarar yfirlýsingar að þá ætluðumst við til að þunginn í skattabreytingunum kæmi fyrr,“ segir forseti ASÍ. Í yfirlýsingu sinni segja Drífa og Sólveig Anna ljóst að skattabreytingarnar þurfi að koma hratt til framkvæmda og án undanbragða. Fulltrúar vinnandi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði innleiddar á næstu þremur árum. Öll spjót standi því á stjórnvöldum að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um það hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verða framkvæmdar. Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag sem sagður er vera í fríi. Samningarnir hafa verið kynntir á fundum verkalýðsfélaga að undanförnu. „Krónutölubreytingarnar í kjarasamningunum, skattatillögurnar, möguleikarnir á styttingu vinnuvikunnar. Þetta er það sem helst er til umræðu á þessum fundum.“Heyrist ykkur fólk almennt sátt við samningana? „Ég reikna með að þeir verði samþykktir. Miðað við það hljóð sem ég heyri á þeim fundum sem ég hef setið, já,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira