Íslendingar neikvæðir í garð laxeldis í opnum sjókvíum Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. apríl 2019 06:30 Deilt hefur verið um umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum og áhrif þess á villta laxastofninn. Mynd/Erlendur Gíslason Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, formaður NASF, segir þessar niðurstöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé framleiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vikunni fundað bæði með umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið neikvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurningunni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fiskeldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinberlega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira