Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 18:45 Björn Viðar átti stórleik í markinu vísir/vilhelm ÍBV leiðir einvígið eftir fimm marka sigur á FH í Kaplakrika í dag, 23-28. Björn Viðar Björnsson var hetja Eyjamanna sem leiddu einnig í hálfleik, 11-13. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en leikurinn var heldur rólegur í upphafi. Liðin skiptust á að leiða með einu marki þar til gestunum tókst að komast í tvö mörk, 8-10. Það var fljótt að breytast og jafnaði FH strax í 10-10 en það voru Eyjamenn sem leiddu að fyrri hálfleik loknum með tveimur mörkum, 11-13. Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV, átti frábæran fyrri hálfleik þar sem hann varði 10 bolta. Það hefur oft ekki gengið hjá honum að tengja hálfleikina saman en í dag slakaði hann ekkert á í þeim síðari og endaði með 21 bolta eða um 50% markvörslu. Gestirnir komust fljótlega í fjögurra marka forystu í seinni hálfleik, 12-16 en FH náði í framhaldi áhlaupi og breyttu stöðunni í 15-16. Lengra komst liðið ekki og leikurinn rann frá þeim. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var staðan 16-21, ÍBV í vil og Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, tók leikhlé. Heimamenn töpuðu strax boltanum og engin breyting varð á þeirra leik. Þeim tókst ekki að skora og leikmenn voru orðnir hræddir við að skjóta á markið. ÍBV sigldu lygnan sjó á loka metrunum og unnu verðskuldaðan fimm marka sigur, 23-28. Af hverju vann ÍBV? Þeir voru yfirburðar lið í dag á öllum sviðum, vörn og markvarsla var frábær en sóknarleikurinn var einnig mjög góður. Enn fyrst og fremst er Björn Viðar Björnsson, markvörður liðsins, ástæðan fyrir þessum sigri. Hverjir stóðu upp úr?Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV, eins og áður hefur komið fram var hann með 50% markvörslu, 21 varða bolta og gjörsamlega frábær í dag. Liðsheildin hjá Eyjamönnum var frábær þar sem allir sem komu við sögu spiluðu vel. Ágúst Birgisson var markahæstur í liði FH með 8 mörk, hann átti fínan leik sem og Birgir Már Birgisson. Hvað gekk illa? FH-liðið var bara lélegt í dag, markvarslan hjá FH var engin og varð þeim líklega að falli. Sóknarlega voru þeir líka í ströggli, sérstaklega þegar leið á leikinn þá voru leikmenn orðnir ragir við að skjóta á markið, enda varði Björn Viðar allt frá þeim. Hvað er framundan? FH er komið upp við vegginn fræga fyrir leikinn í Eyjum á mánudaginn, þar er allt undir. Halldór Jóhann: Lykilleikmenn spiluðu langt undir getu í dagHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, segir ástæðuna fyrir tapinu einfalda. „Tölfræðin lýgur ekki í dag, þú sérð það bara, Björn Viðar var með 50% markvörslu á meðan við erum með um 25%“ „Við klikkuðum á ógrinni af dauðafærum, við töpuðum með fimm en miðað við færa nýtinguna hefðum við alveg eins getað tapað með 9 mörkum“ „Við áttum í erfiðleikum sóknarlega en sóknarleikurinn gegn þessari vörn lítur ekkert alltaf út fyrir að vera góður, því Maggi (Magnús Stefánsson) truflar mikið fyrir utan. Mér fannst við bara ekki gera nógu vel til að eiga nokkuð skilið í dag, það voru alltof margir hlutir sem voru að“ sagði Halldór Halldór var heilt yfir ósáttur við frammistöðu sinna manna í dag. Til að vinna í Eyjum segir hann að þeir verði fyrst og fremst að fá betri markvörslu og betri frammistöðu frá sínum lykil leikmönnum. „Við verðum að fá betri markvörslu og betri leik frá lykilmönnum í liðinu. Það voru alltof margir leikmenn sem voru að spila langt undir getu í dag. Það er alveg á hreinu að í svona leikjum gegn svona sterkum liðum getum við ekki leyft okkur þetta“ „Við erum ekki fyrsta liðið sem tapar heimaleikjarétti í úrslitakeppninni síðan hún byrjaði, við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu erfitt verkefni þetta verður. Við erum í þessu til að vinna alla leiki og það á það sama við um næsta leik því ef við töpum honum þá erum við bara dottnir út og hættir í ár. Þetta er gríðalega mikilvægur leikur fyrir okkur.“ sagði Halldór að lokum Björn Viðar: Spilaði á móti þessum gaurum í gamla daga Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV, var án efa maður leiksins með 50% markvörslu. Björn Viðar sagðist hafa nýtt tveggja vikna pásuna sem leikmenn fengu í að vinna en ekki að skoða gamla leiki FH. Hann segir að þetta séu allt leikmenn sem hann hefur spilað við áður og að hann þekki þá vel “Maður er búinn að spila á móti þessu gaurum svo lengi, reyndar svolítið langt síðan ég gerði það og svo höfum við átt tvo eða þrjá leiki á móti þeim í vetur“ „Ási og þessi gaurar, maður spilaði á móti þeim í gamla daga, ég þekki þessa kalla“ Björn Viðar er sammála því að sterkur varnarleikur ÍBV í dag hafi hjálpað honum mikið. ÍBV spilaði sína klassísku 5+1 vörn með Magnús Stefánsson fremstan. FH þekkir þó þessa vörn vel en þetta vafðist þó fyrir þeim í dag „Þessi varnarblokk þarna með Magga fyrir framan og Robba (Róbert Sigurðarson) fyrir aftan, þeir eru frábærir. Auðvelt að vinna með þessum gaurum.“ sagði Bjössi sem hrósar þar sérstaklega Magga Stef og Róberti Sig fyrir sitt framlag í leiknum Svarið var einfalt hjá Birni þegar hann var spurður út í það hvort ÍBV ætlaði að klára þetta í Vestmannaeyjum á mánudaginn „Já er það ekki“ Kiddi: Hrein unun að hafa Bjössa í þessu stuði„Baráttan var til fyrirmyndar“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV „Ég er gríðalega ánægður með það hvað við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, leikmenn voru klárir á því hvað við vildum fá fram og baráttan var til fyrirmyndar frá upphafi leiks“ „Það er hrein unun að hafa Bjössa (Björn Viðar Björnsson) í þessu stuði í markinu. Það voru margir erfiðir boltar sem hann var að taka og að sama skapi voru hann og vörnin að vinna vel saman í dag“ sagði Kiddi og hrósar auðvitað Birni Viðari fyrir sinn leik „Ef eitthvað er þá vorum við helst til lengi að byggja upp gott forskot. Í fyrri hálfleik vorum við bara klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik“ Eyjamenn fengu gott framlag frá öllum leikmönnum í leiknum og segir Kristinn það hafa verið svolítið þannig hjá liðinu uppá síðkastið og þjálfararnir fagni því auðvitað. Það virtist vera alveg sama hvaða leikmaður kom inn, það small allt saman hjá ÍBV í dag. „Við höfum þurft að dreifa spili og það hefur gengið vel. Við erum að sjá t.d. ungan strák sem var ekkert í hóp í upphafi tímabils, Gabríel Martines, hann er að standa sig frábærlega.“ sagði Kiddi og hrósar þar hægri hornamanninum sem er að fylla í skarð Theodórs Sigurbjörnssonar, en Gabríel skoraði 4 mörk úr 4 skotum í dag. „Úrslitakeppni er bara þannig að þú þarft að vera jafn klár fyrir næsta leik eins og þú varst fyrir þennan leik. Það er ekkert komið í hendi ennþá en auðvitað rosalega gott að vera að fara á heimavöll og geta komið okkur áfram þar. Það er að sjálfsögðu það sem við stefnum á og höfum trú á því.“ sagði Kiddi að lokum. Olís-deild karla
ÍBV leiðir einvígið eftir fimm marka sigur á FH í Kaplakrika í dag, 23-28. Björn Viðar Björnsson var hetja Eyjamanna sem leiddu einnig í hálfleik, 11-13. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en leikurinn var heldur rólegur í upphafi. Liðin skiptust á að leiða með einu marki þar til gestunum tókst að komast í tvö mörk, 8-10. Það var fljótt að breytast og jafnaði FH strax í 10-10 en það voru Eyjamenn sem leiddu að fyrri hálfleik loknum með tveimur mörkum, 11-13. Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV, átti frábæran fyrri hálfleik þar sem hann varði 10 bolta. Það hefur oft ekki gengið hjá honum að tengja hálfleikina saman en í dag slakaði hann ekkert á í þeim síðari og endaði með 21 bolta eða um 50% markvörslu. Gestirnir komust fljótlega í fjögurra marka forystu í seinni hálfleik, 12-16 en FH náði í framhaldi áhlaupi og breyttu stöðunni í 15-16. Lengra komst liðið ekki og leikurinn rann frá þeim. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var staðan 16-21, ÍBV í vil og Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, tók leikhlé. Heimamenn töpuðu strax boltanum og engin breyting varð á þeirra leik. Þeim tókst ekki að skora og leikmenn voru orðnir hræddir við að skjóta á markið. ÍBV sigldu lygnan sjó á loka metrunum og unnu verðskuldaðan fimm marka sigur, 23-28. Af hverju vann ÍBV? Þeir voru yfirburðar lið í dag á öllum sviðum, vörn og markvarsla var frábær en sóknarleikurinn var einnig mjög góður. Enn fyrst og fremst er Björn Viðar Björnsson, markvörður liðsins, ástæðan fyrir þessum sigri. Hverjir stóðu upp úr?Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV, eins og áður hefur komið fram var hann með 50% markvörslu, 21 varða bolta og gjörsamlega frábær í dag. Liðsheildin hjá Eyjamönnum var frábær þar sem allir sem komu við sögu spiluðu vel. Ágúst Birgisson var markahæstur í liði FH með 8 mörk, hann átti fínan leik sem og Birgir Már Birgisson. Hvað gekk illa? FH-liðið var bara lélegt í dag, markvarslan hjá FH var engin og varð þeim líklega að falli. Sóknarlega voru þeir líka í ströggli, sérstaklega þegar leið á leikinn þá voru leikmenn orðnir ragir við að skjóta á markið, enda varði Björn Viðar allt frá þeim. Hvað er framundan? FH er komið upp við vegginn fræga fyrir leikinn í Eyjum á mánudaginn, þar er allt undir. Halldór Jóhann: Lykilleikmenn spiluðu langt undir getu í dagHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, segir ástæðuna fyrir tapinu einfalda. „Tölfræðin lýgur ekki í dag, þú sérð það bara, Björn Viðar var með 50% markvörslu á meðan við erum með um 25%“ „Við klikkuðum á ógrinni af dauðafærum, við töpuðum með fimm en miðað við færa nýtinguna hefðum við alveg eins getað tapað með 9 mörkum“ „Við áttum í erfiðleikum sóknarlega en sóknarleikurinn gegn þessari vörn lítur ekkert alltaf út fyrir að vera góður, því Maggi (Magnús Stefánsson) truflar mikið fyrir utan. Mér fannst við bara ekki gera nógu vel til að eiga nokkuð skilið í dag, það voru alltof margir hlutir sem voru að“ sagði Halldór Halldór var heilt yfir ósáttur við frammistöðu sinna manna í dag. Til að vinna í Eyjum segir hann að þeir verði fyrst og fremst að fá betri markvörslu og betri frammistöðu frá sínum lykil leikmönnum. „Við verðum að fá betri markvörslu og betri leik frá lykilmönnum í liðinu. Það voru alltof margir leikmenn sem voru að spila langt undir getu í dag. Það er alveg á hreinu að í svona leikjum gegn svona sterkum liðum getum við ekki leyft okkur þetta“ „Við erum ekki fyrsta liðið sem tapar heimaleikjarétti í úrslitakeppninni síðan hún byrjaði, við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu erfitt verkefni þetta verður. Við erum í þessu til að vinna alla leiki og það á það sama við um næsta leik því ef við töpum honum þá erum við bara dottnir út og hættir í ár. Þetta er gríðalega mikilvægur leikur fyrir okkur.“ sagði Halldór að lokum Björn Viðar: Spilaði á móti þessum gaurum í gamla daga Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV, var án efa maður leiksins með 50% markvörslu. Björn Viðar sagðist hafa nýtt tveggja vikna pásuna sem leikmenn fengu í að vinna en ekki að skoða gamla leiki FH. Hann segir að þetta séu allt leikmenn sem hann hefur spilað við áður og að hann þekki þá vel “Maður er búinn að spila á móti þessu gaurum svo lengi, reyndar svolítið langt síðan ég gerði það og svo höfum við átt tvo eða þrjá leiki á móti þeim í vetur“ „Ási og þessi gaurar, maður spilaði á móti þeim í gamla daga, ég þekki þessa kalla“ Björn Viðar er sammála því að sterkur varnarleikur ÍBV í dag hafi hjálpað honum mikið. ÍBV spilaði sína klassísku 5+1 vörn með Magnús Stefánsson fremstan. FH þekkir þó þessa vörn vel en þetta vafðist þó fyrir þeim í dag „Þessi varnarblokk þarna með Magga fyrir framan og Robba (Róbert Sigurðarson) fyrir aftan, þeir eru frábærir. Auðvelt að vinna með þessum gaurum.“ sagði Bjössi sem hrósar þar sérstaklega Magga Stef og Róberti Sig fyrir sitt framlag í leiknum Svarið var einfalt hjá Birni þegar hann var spurður út í það hvort ÍBV ætlaði að klára þetta í Vestmannaeyjum á mánudaginn „Já er það ekki“ Kiddi: Hrein unun að hafa Bjössa í þessu stuði„Baráttan var til fyrirmyndar“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV „Ég er gríðalega ánægður með það hvað við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, leikmenn voru klárir á því hvað við vildum fá fram og baráttan var til fyrirmyndar frá upphafi leiks“ „Það er hrein unun að hafa Bjössa (Björn Viðar Björnsson) í þessu stuði í markinu. Það voru margir erfiðir boltar sem hann var að taka og að sama skapi voru hann og vörnin að vinna vel saman í dag“ sagði Kiddi og hrósar auðvitað Birni Viðari fyrir sinn leik „Ef eitthvað er þá vorum við helst til lengi að byggja upp gott forskot. Í fyrri hálfleik vorum við bara klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik“ Eyjamenn fengu gott framlag frá öllum leikmönnum í leiknum og segir Kristinn það hafa verið svolítið þannig hjá liðinu uppá síðkastið og þjálfararnir fagni því auðvitað. Það virtist vera alveg sama hvaða leikmaður kom inn, það small allt saman hjá ÍBV í dag. „Við höfum þurft að dreifa spili og það hefur gengið vel. Við erum að sjá t.d. ungan strák sem var ekkert í hóp í upphafi tímabils, Gabríel Martines, hann er að standa sig frábærlega.“ sagði Kiddi og hrósar þar hægri hornamanninum sem er að fylla í skarð Theodórs Sigurbjörnssonar, en Gabríel skoraði 4 mörk úr 4 skotum í dag. „Úrslitakeppni er bara þannig að þú þarft að vera jafn klár fyrir næsta leik eins og þú varst fyrir þennan leik. Það er ekkert komið í hendi ennþá en auðvitað rosalega gott að vera að fara á heimavöll og geta komið okkur áfram þar. Það er að sjálfsögðu það sem við stefnum á og höfum trú á því.“ sagði Kiddi að lokum.