Borgin kannar hvort innviðir þoli nýja byggð í Háteigshverfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2019 21:30 Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn Óla Jóns Hertervig skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03