Ágætis byrjun í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 1. apríl 2019 14:41 Það var kuldalegt í morgun við Varmá. Mynd: Halldór Gunnarsson Tekist á við sjóbirting í Varmá um hádegi í dag.Mynd: Halldór Gunnarsson Veiði hófst í dag og nokkur fjöldi veiðimanna er staddur á sjóbirtingsslóðum þar sem reynt er að setja í fyrstu fiska veiðitímabilsins. Ein af vinsælli vorveiðiám síðustu ára er Varmá en eftir að hert var á veitt og sleppt reglum í henni hefur veiðin verið að koma vel til baka. Halldór Gunnarsson í Flugubúllunni er staddur við Varmá ásamt félaga sínum og eru þeir komnir með sex fiska á land í dag í nokkuð erfiðum skilyrðum. Eins og sést á myndunum er ansi sólríkt fyrir austan en það gerir það að verkum að fiskurinn er mjög var um sig. Samkvæmt Halldóri eru þessir fiskar sem þeir eru búnir að landa 40-65 sm langir. Það er nokkuð líf á svæðinu en eins og áður segir er fiskurinn mjög var um sig í þessum skilyrðum. Þeir félagar hafa ekki veitt stórt svæði í dag og eru bara búnir að veiða við bakkana en ætla sér að halda áfram í dag og það verður fróðlegt að heyra frá þeim í lok í dags. Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði
Tekist á við sjóbirting í Varmá um hádegi í dag.Mynd: Halldór Gunnarsson Veiði hófst í dag og nokkur fjöldi veiðimanna er staddur á sjóbirtingsslóðum þar sem reynt er að setja í fyrstu fiska veiðitímabilsins. Ein af vinsælli vorveiðiám síðustu ára er Varmá en eftir að hert var á veitt og sleppt reglum í henni hefur veiðin verið að koma vel til baka. Halldór Gunnarsson í Flugubúllunni er staddur við Varmá ásamt félaga sínum og eru þeir komnir með sex fiska á land í dag í nokkuð erfiðum skilyrðum. Eins og sést á myndunum er ansi sólríkt fyrir austan en það gerir það að verkum að fiskurinn er mjög var um sig. Samkvæmt Halldóri eru þessir fiskar sem þeir eru búnir að landa 40-65 sm langir. Það er nokkuð líf á svæðinu en eins og áður segir er fiskurinn mjög var um sig í þessum skilyrðum. Þeir félagar hafa ekki veitt stórt svæði í dag og eru bara búnir að veiða við bakkana en ætla sér að halda áfram í dag og það verður fróðlegt að heyra frá þeim í lok í dags.
Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði