Strætóbílstjórar segjast ekki geta lifað á launum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2019 20:00 Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes. Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes.
Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira