Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 08:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01