Einar Andri: Arnór er frábær markvörður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2019 22:22 Einar Andri og félagar unnu langþráðan sigur í kvöld. vísir/eyþór Það blés ekki byrlega fyrir Aftureldingu í upphafi seinni hálfleiks gegn Fram í kvöld. Mosfellingar lentu sex mörkum undir og voru komnir með bakið upp við vegg. En þá loksins byrjuðu þeir að spila almennilega og nógu vel til að landa sigri, 29-26. „Fyrst og síðast breyttist hugarfarið. Menn fóru að hafa gaman að þessu. Við fengum ekki neina markvörslu í fyrri hálfleik og vörnin var heldur ekki góð. Svo small það og þá kom þetta. Við höfum verið í brekku og kannski hefur það haft einhver áhrif,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. Mosfellingum hefur ekki gengið vel að undanförnu og voru án sigurs í fimm leikjum fyrir leikinn í kvöld. Einar Andri segir að í ljósi þess hafa verið sérstaklega mikilvægt að klára leikinn í kvöld. „Engin spurning. Við höfum spilað vel í mörgum leikjum eftir jól þótt uppskeran hafi verið rýr. Við höfum átt mjög erfiða leiki en þetta gefur okkur sjálfstraust. Það hefur vantað upp á það,“ sagði Einar Andri. Hann var að vonum ánægður með frammistöðu Arnórs Freys Stefánssonar í marki Aftureldingar í seinni hálfleiknum. Þá skellti hann í lás og varði rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þegar vörnin hefur verið góð hefur hann skilað 40% markvörslu. Það er mín og strákanna í vörninni að sjá til þess að hún virki. Arnór er frábær markvörður, einn sá allra besti í deildinni og hefur sýnt það í allan vetur,“ sagði Einar Andri að endingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-26 | Langþráður sigur Mosfellinga Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks vann Afturelding góðan sigur á Fram. 3. apríl 2019 22:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Það blés ekki byrlega fyrir Aftureldingu í upphafi seinni hálfleiks gegn Fram í kvöld. Mosfellingar lentu sex mörkum undir og voru komnir með bakið upp við vegg. En þá loksins byrjuðu þeir að spila almennilega og nógu vel til að landa sigri, 29-26. „Fyrst og síðast breyttist hugarfarið. Menn fóru að hafa gaman að þessu. Við fengum ekki neina markvörslu í fyrri hálfleik og vörnin var heldur ekki góð. Svo small það og þá kom þetta. Við höfum verið í brekku og kannski hefur það haft einhver áhrif,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. Mosfellingum hefur ekki gengið vel að undanförnu og voru án sigurs í fimm leikjum fyrir leikinn í kvöld. Einar Andri segir að í ljósi þess hafa verið sérstaklega mikilvægt að klára leikinn í kvöld. „Engin spurning. Við höfum spilað vel í mörgum leikjum eftir jól þótt uppskeran hafi verið rýr. Við höfum átt mjög erfiða leiki en þetta gefur okkur sjálfstraust. Það hefur vantað upp á það,“ sagði Einar Andri. Hann var að vonum ánægður með frammistöðu Arnórs Freys Stefánssonar í marki Aftureldingar í seinni hálfleiknum. Þá skellti hann í lás og varði rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þegar vörnin hefur verið góð hefur hann skilað 40% markvörslu. Það er mín og strákanna í vörninni að sjá til þess að hún virki. Arnór er frábær markvörður, einn sá allra besti í deildinni og hefur sýnt það í allan vetur,“ sagði Einar Andri að endingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-26 | Langþráður sigur Mosfellinga Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks vann Afturelding góðan sigur á Fram. 3. apríl 2019 22:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-26 | Langþráður sigur Mosfellinga Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks vann Afturelding góðan sigur á Fram. 3. apríl 2019 22:00