Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.
Þar verður kynntur lífskjarasamningur aðila vinnumarkaðarins og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við hann.
Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld.
Uppfært klukkan 00:07
Útsendingu er lokið.
