Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2019 23:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Ráðherrabústaðnum í kvöld. Vísir/Vilhelm Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Er þetta á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar. Út spurðist um aðgerðirnar í dag og er Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, meðal þeirra sem gagnrýnt hafa tillögurnar harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, hafa barist hart fyrir afnámi verðtryggingar undanfarin ár. Greint er frá þessum plönum í yfirlýsingu ríkisstjórnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar sem send var fjölmiðlum í kvöld. Kynning á nýjum kjarasamningi og aðkomu ríkisstjórnarinnar á þeim stendur yfir í Ráðherrabústaðnum þessa stundina. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum til afnáms verðtryggingar: 1. Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántak aukast. 2. Frá og með ársbyrjun 2020 verði lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Með því móti er komið í veg fyrir verðtryggingu allra eða allflestra neytendalána, þ.e. annarra en húsnæðislána. 3. Frá og með ársbyrjun 2020 verði vísitala neysluverðs án húsnæðis grundvöllur verðtryggingar í lögum um vexti og verðtryggingu á nýjum neytendalánum. 4. Fyrir lok júní 2020 verði lokið athugun á aðferðarfræði við útreikning vísitölu neysluverðs út frá alþjóðlegum samanburði og leitað til erlendra sérfræðinga. Meðal annars verði aðferðafræði við húsnæðisliðinn tekin til athugunar auk svokallaðs vítitölubjaga, þ.e. mögulegs ofmats á mælingu vístölu neysluverðs vegna kerfisbundinnar mæliskekkju. 5. Fyrir lok árs 2020 liggi fyrir ákvörðun um frekari takmörkun við veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána að gefnum forsendum um stöðugleika og vaxtastig. Í því sambandi þarf að skoða sérstaklega áhrif á greiðslubyrði tekjulágra og möguleika þeirra til að fjármagna húsnæðiskaup. Þannig væri unnt að takmarka verðtryggð jafngreiðslulán við 20 ára gildistíma eða skemur eða með setningu hámarks veðsetningarhlutfalls verðtryggðra jafngreiðslulána. Veðsetningarhlutföll gætu breyst eftir stöðu hagkerfisins og verið ólík eftir fyrirkomulagi afborgana, þ.e. jafngreiðslur eða jafnar afborganir eða eftir tímalengd. 6. Skoðaðir verði auknir hagrænir hvatar til töku óverðtryggðra lána, t.d. í formi veðsetningarhlutfalla, skattfrelsi séreignarsparnaðar og tilgreindrar séreignar eða að vaxtabætur taki aðeins til vaxta en ekki verðbóta. 7. Leitað verði leiða til að stemma stigu við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru og þjónustu og skammtímasamninga. Slíkar sjálfvirkar hækkanir kynda undir verðbólgu og hækka þar af leiðandi verðtryggðar skuldir með beinum hætti og óverðtryggðrar skuldir með óbeinum hætti. Samkvæmt könnun frá 2015 er um helmingur innlendra samninga og aðfanga tengdur við vísitölur. Skoðað verður að setja skilyrði fyrir verðbreytingum í samningssamböndum sem tryggja upplýsingaskyldu seljenda og takmarka binditíma og auka þar með neytendavernd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundinum í kvöld að með þessum lífskjarasamningi væri verið að stíga stærsta skrefið til afnáms verðtryggingar. Verkföll 2019 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Er þetta á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar. Út spurðist um aðgerðirnar í dag og er Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, meðal þeirra sem gagnrýnt hafa tillögurnar harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, hafa barist hart fyrir afnámi verðtryggingar undanfarin ár. Greint er frá þessum plönum í yfirlýsingu ríkisstjórnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar sem send var fjölmiðlum í kvöld. Kynning á nýjum kjarasamningi og aðkomu ríkisstjórnarinnar á þeim stendur yfir í Ráðherrabústaðnum þessa stundina. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum til afnáms verðtryggingar: 1. Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántak aukast. 2. Frá og með ársbyrjun 2020 verði lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Með því móti er komið í veg fyrir verðtryggingu allra eða allflestra neytendalána, þ.e. annarra en húsnæðislána. 3. Frá og með ársbyrjun 2020 verði vísitala neysluverðs án húsnæðis grundvöllur verðtryggingar í lögum um vexti og verðtryggingu á nýjum neytendalánum. 4. Fyrir lok júní 2020 verði lokið athugun á aðferðarfræði við útreikning vísitölu neysluverðs út frá alþjóðlegum samanburði og leitað til erlendra sérfræðinga. Meðal annars verði aðferðafræði við húsnæðisliðinn tekin til athugunar auk svokallaðs vítitölubjaga, þ.e. mögulegs ofmats á mælingu vístölu neysluverðs vegna kerfisbundinnar mæliskekkju. 5. Fyrir lok árs 2020 liggi fyrir ákvörðun um frekari takmörkun við veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána að gefnum forsendum um stöðugleika og vaxtastig. Í því sambandi þarf að skoða sérstaklega áhrif á greiðslubyrði tekjulágra og möguleika þeirra til að fjármagna húsnæðiskaup. Þannig væri unnt að takmarka verðtryggð jafngreiðslulán við 20 ára gildistíma eða skemur eða með setningu hámarks veðsetningarhlutfalls verðtryggðra jafngreiðslulána. Veðsetningarhlutföll gætu breyst eftir stöðu hagkerfisins og verið ólík eftir fyrirkomulagi afborgana, þ.e. jafngreiðslur eða jafnar afborganir eða eftir tímalengd. 6. Skoðaðir verði auknir hagrænir hvatar til töku óverðtryggðra lána, t.d. í formi veðsetningarhlutfalla, skattfrelsi séreignarsparnaðar og tilgreindrar séreignar eða að vaxtabætur taki aðeins til vaxta en ekki verðbóta. 7. Leitað verði leiða til að stemma stigu við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru og þjónustu og skammtímasamninga. Slíkar sjálfvirkar hækkanir kynda undir verðbólgu og hækka þar af leiðandi verðtryggðar skuldir með beinum hætti og óverðtryggðrar skuldir með óbeinum hætti. Samkvæmt könnun frá 2015 er um helmingur innlendra samninga og aðfanga tengdur við vísitölur. Skoðað verður að setja skilyrði fyrir verðbreytingum í samningssamböndum sem tryggja upplýsingaskyldu seljenda og takmarka binditíma og auka þar með neytendavernd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundinum í kvöld að með þessum lífskjarasamningi væri verið að stíga stærsta skrefið til afnáms verðtryggingar.
Verkföll 2019 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira