Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 11:46 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, féllust í faðma í gær. Þær virðast túlka mikilvægi ákvæðis um styttingu vinnuviku á afar ólíkan hátt. Vísir/Vilhelm Efling segir að heimildir til styttingar vinnutímans í nýjum kjarasamningi séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum í fyrri kjarasamningi. Áhrifa muni aðeins gæta á einstaka vinnustöðum. ASÍ segir um mestu breytingar á vinnustaðalýðræði í hálfa öld. Óhætt er að segja að túlkunin sé afar ólík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ljóst í sínum huga að túlkun Eflingar á samningnum sé hin rétta. „Þetta er mjög skýrt,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Þau standi við þessa túlkun.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnti í gærkvöldi þann hluta nýundirritaðra kjarasamninga SGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar.vísir/vilhelmHeimild til viðræðna á vinnustað Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum og útfærsla þeirra voru kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Þar kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, meðal annars ólíkar leiðir sem hægt væri að fara til að stytta vinnuvikuna. Efling sendi frá sér tilkynningu á tólfta tímanum vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar. Þar segir Efling að nýr kjarasamningur SA við aðildarfélög SGS, svokallaður „Lífskjarasamningur“, feli ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. „Samningurinn felur í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild,“ segir í tilkynningunni. Sú heimild sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við SA, svokölluðum „Fyrirtækjaþætti kjarasamninga“.Stíft hefur verið fundað síðustu daga og vikur í húsakynnum ríkissáttasemjara.vísir/vilhelmMestu breytingar á vinnustaðalýðræði „Nýi samningurinn felur ekki í sér að starfsfólk afsali sér réttinum til launaðra kaffitíma nema skilyrðum umrædds 5. kafla sé að öllu leyti fylgt, þar með talið um ítarlegt samráð við starfsfólk, atkvæðagreiðslu og aðkomu stéttarfélags.“ Þá minna Efling, VR og önnur samflotsfélög að þau hafi staðið staðfastlega gegn hugmyndum Samtaka atvinnulífsins um allsherjarbreytingar á skipulagi vinnutíma í þeim kjaraviðræðum sem nú er lokið. Þær breytingar hefðu leitt til hreinna kjaraskerðinga. „Efling hafnaði alfarið tillögum um lengingu dagvinnutímabils, lengingu uppgjörstíma yfirvinnu og sölu kaffitíma á almennum grunni. Þessar tillögur SA náðu ekki fram að ganga.“ Breytingin nú sé lítil sem engin, sem er töluvert önnur túlkun en í tilkynningu ASÍ í gær þar sem rætt var um mestu breytingar á vinnustaðalýðræði í fimmtíu ár. „Þær heimildir til styttingar vinnutímans sem nú koma inn í nýjum kjarasamningi eru aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst.“Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um það leyti sem klukkan sló miðnætti.Vísir/VilhelmSegir styttinguna þegar taka gildi „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem fagnar áfanganum. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Efling segir að heimildir til styttingar vinnutímans í nýjum kjarasamningi séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum í fyrri kjarasamningi. Áhrifa muni aðeins gæta á einstaka vinnustöðum. ASÍ segir um mestu breytingar á vinnustaðalýðræði í hálfa öld. Óhætt er að segja að túlkunin sé afar ólík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ljóst í sínum huga að túlkun Eflingar á samningnum sé hin rétta. „Þetta er mjög skýrt,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Þau standi við þessa túlkun.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnti í gærkvöldi þann hluta nýundirritaðra kjarasamninga SGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar.vísir/vilhelmHeimild til viðræðna á vinnustað Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum og útfærsla þeirra voru kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Þar kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, meðal annars ólíkar leiðir sem hægt væri að fara til að stytta vinnuvikuna. Efling sendi frá sér tilkynningu á tólfta tímanum vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar. Þar segir Efling að nýr kjarasamningur SA við aðildarfélög SGS, svokallaður „Lífskjarasamningur“, feli ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. „Samningurinn felur í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild,“ segir í tilkynningunni. Sú heimild sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við SA, svokölluðum „Fyrirtækjaþætti kjarasamninga“.Stíft hefur verið fundað síðustu daga og vikur í húsakynnum ríkissáttasemjara.vísir/vilhelmMestu breytingar á vinnustaðalýðræði „Nýi samningurinn felur ekki í sér að starfsfólk afsali sér réttinum til launaðra kaffitíma nema skilyrðum umrædds 5. kafla sé að öllu leyti fylgt, þar með talið um ítarlegt samráð við starfsfólk, atkvæðagreiðslu og aðkomu stéttarfélags.“ Þá minna Efling, VR og önnur samflotsfélög að þau hafi staðið staðfastlega gegn hugmyndum Samtaka atvinnulífsins um allsherjarbreytingar á skipulagi vinnutíma í þeim kjaraviðræðum sem nú er lokið. Þær breytingar hefðu leitt til hreinna kjaraskerðinga. „Efling hafnaði alfarið tillögum um lengingu dagvinnutímabils, lengingu uppgjörstíma yfirvinnu og sölu kaffitíma á almennum grunni. Þessar tillögur SA náðu ekki fram að ganga.“ Breytingin nú sé lítil sem engin, sem er töluvert önnur túlkun en í tilkynningu ASÍ í gær þar sem rætt var um mestu breytingar á vinnustaðalýðræði í fimmtíu ár. „Þær heimildir til styttingar vinnutímans sem nú koma inn í nýjum kjarasamningi eru aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst.“Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um það leyti sem klukkan sló miðnætti.Vísir/VilhelmSegir styttinguna þegar taka gildi „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem fagnar áfanganum. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira