Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 15:51 Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Kjarasamningar á opinbera markaðnum eru lausir og verkfræðingar eru á meðal þeirra sem eiga eftir að semja. Birkir Hrafn Jóakimsson er formaður kjaradeildar VFÍ. Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. Hann tekur þó fram að stjórn kjaradeildarinnar hafi ekki fundað eftir að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í gær og að enn eigi eftir að ræða við bakland félagsins. Þetta sé hins vegar hans skoðun og tilfinning fyrir málinu. Samningar hjá verkfræðingum sem starfa í opinbera geiranum, það er hjá ríki, borg og sveitarfélögum, losnuðu um síðustu mánaðamót. Samningar aðildarfélaga BHM á opinbera markaðnum losnuðu þá einnig en Verkfræðingafélag Íslands stendur utan BHM. Birkir segir að viðræður séu ekki hafnar við samningsaðila félagsins á opinbera markaðnum. „Við höfum aldrei byrjað fyrr en stóru samningarnir hafa verið afstaðnir. En við erum í startholunum, það er búið að skipa í allar samninganefndir og slíkt,“ segir Birkir en enn er verið að vinna í kröfugerðinni. Birkir segir að nú sé í raun einn kjarasamningur laus hjá verkfræðingum en hver og ein stofnun geri síðan stofnanasamning. Þeir séu þó ekki endilega að renna út þó að kjarasamningar losni enda séu þeir gjarnan ótímabundnir.Tímabært að gera samning þar sem hlutur þeirra lægst launuðu sé réttur Samkvæmt samningunum sem undirritaðir voru í gær hækka laun samkvæmt krónutölu en ekki prósentustigum eins og verið hefur venjan í kjarasamningum hérlendis. Krónutöluhækkanirnar þýða að þeir sem lægstu launin hafa hækka hlutfallslega meira í launum en þeir sem hafa hærri tekjur. Verkfræðingar eru ekki á meðal tekjulægstu hópa samfélagsins. Aðspurður hvort að félagsmenn muni því sætta sig mögulega við það fá hlutfallslega lægri hækkun launa í nýjum kjarasamningum sé mið tekið af samningunum sem undirritaðir voru í gær segir Birkir: „Við höfum ekki fundað eftir að þessir samningar voru undirritaðir þannig að þetta er meira mín persónulega skoðun. En í fljótu bragði þá finnst mér tímabært að gera svona samning, það er að það sé aðeins verið að rétta hlut þeirra lægst launuðu. Ef það er hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun þá held ég að sé fólk tilbúið í það.“ Birkir bendir jafnframt á að nýndirritaðir samningar virðast snúast um meira en launahækkanir. „Þetta virðist mikið til réttindasamningur, til að mynda hvað varðar vinnutímastyttingu, þannig að þetta virðist vera miklu víðtækari samningur en bara um launahækkanirnar,“ segir Birkir. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. Hann tekur þó fram að stjórn kjaradeildarinnar hafi ekki fundað eftir að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í gær og að enn eigi eftir að ræða við bakland félagsins. Þetta sé hins vegar hans skoðun og tilfinning fyrir málinu. Samningar hjá verkfræðingum sem starfa í opinbera geiranum, það er hjá ríki, borg og sveitarfélögum, losnuðu um síðustu mánaðamót. Samningar aðildarfélaga BHM á opinbera markaðnum losnuðu þá einnig en Verkfræðingafélag Íslands stendur utan BHM. Birkir segir að viðræður séu ekki hafnar við samningsaðila félagsins á opinbera markaðnum. „Við höfum aldrei byrjað fyrr en stóru samningarnir hafa verið afstaðnir. En við erum í startholunum, það er búið að skipa í allar samninganefndir og slíkt,“ segir Birkir en enn er verið að vinna í kröfugerðinni. Birkir segir að nú sé í raun einn kjarasamningur laus hjá verkfræðingum en hver og ein stofnun geri síðan stofnanasamning. Þeir séu þó ekki endilega að renna út þó að kjarasamningar losni enda séu þeir gjarnan ótímabundnir.Tímabært að gera samning þar sem hlutur þeirra lægst launuðu sé réttur Samkvæmt samningunum sem undirritaðir voru í gær hækka laun samkvæmt krónutölu en ekki prósentustigum eins og verið hefur venjan í kjarasamningum hérlendis. Krónutöluhækkanirnar þýða að þeir sem lægstu launin hafa hækka hlutfallslega meira í launum en þeir sem hafa hærri tekjur. Verkfræðingar eru ekki á meðal tekjulægstu hópa samfélagsins. Aðspurður hvort að félagsmenn muni því sætta sig mögulega við það fá hlutfallslega lægri hækkun launa í nýjum kjarasamningum sé mið tekið af samningunum sem undirritaðir voru í gær segir Birkir: „Við höfum ekki fundað eftir að þessir samningar voru undirritaðir þannig að þetta er meira mín persónulega skoðun. En í fljótu bragði þá finnst mér tímabært að gera svona samning, það er að það sé aðeins verið að rétta hlut þeirra lægst launuðu. Ef það er hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun þá held ég að sé fólk tilbúið í það.“ Birkir bendir jafnframt á að nýndirritaðir samningar virðast snúast um meira en launahækkanir. „Þetta virðist mikið til réttindasamningur, til að mynda hvað varðar vinnutímastyttingu, þannig að þetta virðist vera miklu víðtækari samningur en bara um launahækkanirnar,“ segir Birkir.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15
Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45