Svívirða María Bjarnadóttir skrifar 5. apríl 2019 07:00 Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“ Þessi grein í kosningalögum lætur lítið yfir sér en hefur verið áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum; stýrt örlögum ríkisstjórna og valdið fjöldamótmælum. Það sem er svívirðilegt í huga eins er yfirsjón í huga annars. Inntak gildismats er ekki alltaf einhlítt, sérstaklega í svona lýðræðissamfélögum sem þróast. Afstaða til vændis er dæmi um þetta. Mörgum finnst það svívirðilegt brot, öðrum ekki. Lögin virðast hallast að hinu síðara. Refsinæmi vændiskaupa felur til dæmis ekki í sér flekkun mannorðs í skilningi laga um lögmenn. Það er því ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að lögmaður geti keypt vændi af manneskju, hlotið fyrir það dóm (sem yrði auðvitað aldrei birtur á vefnum því það eru svo viðkvæmar upplýsingar) og væri svo kallaður til sem réttargæslumaður eða skipaður verjandi fyrir viðkomandi síðar. Svipað á við um lögreglufólk. Almennt gerum við kröfu um að lögreglumenn sem gegna lykilhlutverki við að framfylgja refsilögum séu ekki að fremja refsiverða háttsemi, jafnvel þó það sé frívakt. En þegar íslenskur lögreglumaður varð uppvís að því að kaupa vændi nýlega var vægasta úrræði beitt við úrlausn málsins. Samkvæmt fréttum lét hann svo af störfum að eigin ósk, en var ekki sagt upp. Ég þekki auðvitað ekki til atvika málsins, en ég er alveg viss um að það kaupir enginn vændi óvart. Það eru mistök annars eðlis en að rekast í takka og kveikja óvart á kjarnorkuofninum eins og Hómer Simpson lenti í á vinnutíma. Hann var reyndar ekki rekinn heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“ Þessi grein í kosningalögum lætur lítið yfir sér en hefur verið áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum; stýrt örlögum ríkisstjórna og valdið fjöldamótmælum. Það sem er svívirðilegt í huga eins er yfirsjón í huga annars. Inntak gildismats er ekki alltaf einhlítt, sérstaklega í svona lýðræðissamfélögum sem þróast. Afstaða til vændis er dæmi um þetta. Mörgum finnst það svívirðilegt brot, öðrum ekki. Lögin virðast hallast að hinu síðara. Refsinæmi vændiskaupa felur til dæmis ekki í sér flekkun mannorðs í skilningi laga um lögmenn. Það er því ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að lögmaður geti keypt vændi af manneskju, hlotið fyrir það dóm (sem yrði auðvitað aldrei birtur á vefnum því það eru svo viðkvæmar upplýsingar) og væri svo kallaður til sem réttargæslumaður eða skipaður verjandi fyrir viðkomandi síðar. Svipað á við um lögreglufólk. Almennt gerum við kröfu um að lögreglumenn sem gegna lykilhlutverki við að framfylgja refsilögum séu ekki að fremja refsiverða háttsemi, jafnvel þó það sé frívakt. En þegar íslenskur lögreglumaður varð uppvís að því að kaupa vændi nýlega var vægasta úrræði beitt við úrlausn málsins. Samkvæmt fréttum lét hann svo af störfum að eigin ósk, en var ekki sagt upp. Ég þekki auðvitað ekki til atvika málsins, en ég er alveg viss um að það kaupir enginn vændi óvart. Það eru mistök annars eðlis en að rekast í takka og kveikja óvart á kjarnorkuofninum eins og Hómer Simpson lenti í á vinnutíma. Hann var reyndar ekki rekinn heldur.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar