Tillaga um úttekt á Gröndalshúsi felld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 12:45 Skýrslan var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á Gröndalshúsi var felld, en hann segir framkvæmdir hafa farið 198 milljónir fram úr áætlun. Borgarfulltrúi Miðflokksins segir rekstur borgarinnar í molum og krefjast borgarfulltrúarnir tveir að borgarstjóri axli ábyrgð og segi af sér. Skýrsla innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál Reykjavíkurborgar var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sendi inn tillögu þess efnis að innri endurskoðun gerði sambærilega úttekt á Göndalshúsi og gerð var á endurbyggingu braggans. En hún segir að Gröndalshús hafi farið 198 milljónum króna fram úr áætlun. „Sú tillaga að gera sambærilega úttekt á Gröndalshúsi var felld. Það kom umsögn þar sem var ákveðnum rökum beitt í því. Mér fannst þau rök frekar léleg. Þar var sagt að starfsmennirnir sem komu að þessu væru hættir og þetta hefði verið gert í samráði við Minjavernd,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins. Kolbrún hefur einnig óskað þess að úttekt verið gerð á nýja vitanum við Sæbraut og Aðalstræti 10 en hún bíður nú svara vegna fyrirspurnar sinnar.Kolbrún bíður svara vegna tillögu um úttekt á vitanum við Sæbraut.vísir/vilhelmVigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir skýrslu innri endurskoðunar kolsvarta og að rekstur og stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé í molum. „Hlemmur mathöll fer 102 prósent fram úr áætlun miðað við kostnaðaráætlun eitt og tvö, en miðað við upphaflegu framkvæmdirnar er þetta að fara fram um 300 prósent. Þetta er alveg gríðarleg framúrkeyrsla og þetta verkefni er augljóslega rekið alveg eins og bragginn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borfarfulltrúi Miðflokksins. Þá vilja þær báðar sjá borgarstjóra axla ábyrgð á rekstrinum. „Það er mín skoðun að honum beri tafarlaust að segja af sér sem borgarstjóri. Því þetta er orðið gott. Þetta er bara orðið of mikið,“ sagði Vigdís. „Ég hef sagt og við sögðum það mörg í minnihlutanum í braggamálinu að borgarstjóri ætti að segja af sér. Það er löngu orðið tímabært að hann íhugi það alvarlega,“ sagði Kolbrún.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar.Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á Gröndalshúsi var felld, en hann segir framkvæmdir hafa farið 198 milljónir fram úr áætlun. Borgarfulltrúi Miðflokksins segir rekstur borgarinnar í molum og krefjast borgarfulltrúarnir tveir að borgarstjóri axli ábyrgð og segi af sér. Skýrsla innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál Reykjavíkurborgar var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sendi inn tillögu þess efnis að innri endurskoðun gerði sambærilega úttekt á Göndalshúsi og gerð var á endurbyggingu braggans. En hún segir að Gröndalshús hafi farið 198 milljónum króna fram úr áætlun. „Sú tillaga að gera sambærilega úttekt á Gröndalshúsi var felld. Það kom umsögn þar sem var ákveðnum rökum beitt í því. Mér fannst þau rök frekar léleg. Þar var sagt að starfsmennirnir sem komu að þessu væru hættir og þetta hefði verið gert í samráði við Minjavernd,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins. Kolbrún hefur einnig óskað þess að úttekt verið gerð á nýja vitanum við Sæbraut og Aðalstræti 10 en hún bíður nú svara vegna fyrirspurnar sinnar.Kolbrún bíður svara vegna tillögu um úttekt á vitanum við Sæbraut.vísir/vilhelmVigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir skýrslu innri endurskoðunar kolsvarta og að rekstur og stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé í molum. „Hlemmur mathöll fer 102 prósent fram úr áætlun miðað við kostnaðaráætlun eitt og tvö, en miðað við upphaflegu framkvæmdirnar er þetta að fara fram um 300 prósent. Þetta er alveg gríðarleg framúrkeyrsla og þetta verkefni er augljóslega rekið alveg eins og bragginn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borfarfulltrúi Miðflokksins. Þá vilja þær báðar sjá borgarstjóra axla ábyrgð á rekstrinum. „Það er mín skoðun að honum beri tafarlaust að segja af sér sem borgarstjóri. Því þetta er orðið gott. Þetta er bara orðið of mikið,“ sagði Vigdís. „Ég hef sagt og við sögðum það mörg í minnihlutanum í braggamálinu að borgarstjóri ætti að segja af sér. Það er löngu orðið tímabært að hann íhugi það alvarlega,“ sagði Kolbrún.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar.Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36