Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 13:20 Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“ Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“
Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02
Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30
Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41
Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent