Rúnar: Vissum kannski að við myndum tapa en ekki svona illa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 21:17 Rúnar Sigtryggsson vísir Stjarnan beið afhroð á heimavelli sínum gegn Selfyssingum í lokaumferð Olísdeildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 16-32 sigri Selfoss. „Þetta var verðskuldað tap í dag og okkur var harkalega refsað fyrir að byrja kannski ekki með okkar sterkasta lið inn á,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við bara lentum á vegg, þessir strákar sem fengu að byrja, og þeir læra vonandi af því.“ „Við náðum aldrei takti, byrjuðum á ákveðnu liði og fundum aldrei taktinn. Selfyssingarnir voru bara miklu grimmari og betri á öllum sviðum í dag.“ Rúnar tók tapið á sínar herðar þar sem hann ákvað að hvíla leikmenn sem voru tæpir fyrir átökin í úrslitakeppninni, en fyrir leikinn var ljóst að Stjarnan væri með sæti þar, spurningin var aðeins um hvort 7. eða 8. sætið yrði raunin. „Við erum komnir í úrslitakeppnina, þetta var ekki leikur upp á líf og dauða fyrir okkur og bara fínt að enginn meiddist í dag.“ „Það munar um ákveðna pósta í liðinu hjá okkur, þetta tap fer alfarið á mig, undirbúningurinn og takturinn fór aðeins úr þessu með því að byrja svona. Við vissum kannski að við myndum tapa en ekki svona illa og að vera svona illa undir í hálfleik.“ „En þetta er bara staðan á liðinu í dag þegar ákveðnir menn eru ekki með.“ Bjarki Már Gunnarsson var ekki í leikmannahóp Stjörnunnar í kvöld, hann var einn af þeim sem var hvíldur og það alveg allan leikinn. Rúnar sagði hann hafa verið að harka af sér meiðsli það sem af er ári. „Hann er búinn að vera tæpur og harkað af sér síðan í desember, menn finna ekki alveg hvað er að honum. Við erum búnir að reyna að hvíla hann til þess að hann verði betri og það mættu bara margir taka sér hann til fyrirmyndar í að leggja sig fram fyrir liðið.“ Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira
Stjarnan beið afhroð á heimavelli sínum gegn Selfyssingum í lokaumferð Olísdeildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 16-32 sigri Selfoss. „Þetta var verðskuldað tap í dag og okkur var harkalega refsað fyrir að byrja kannski ekki með okkar sterkasta lið inn á,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við bara lentum á vegg, þessir strákar sem fengu að byrja, og þeir læra vonandi af því.“ „Við náðum aldrei takti, byrjuðum á ákveðnu liði og fundum aldrei taktinn. Selfyssingarnir voru bara miklu grimmari og betri á öllum sviðum í dag.“ Rúnar tók tapið á sínar herðar þar sem hann ákvað að hvíla leikmenn sem voru tæpir fyrir átökin í úrslitakeppninni, en fyrir leikinn var ljóst að Stjarnan væri með sæti þar, spurningin var aðeins um hvort 7. eða 8. sætið yrði raunin. „Við erum komnir í úrslitakeppnina, þetta var ekki leikur upp á líf og dauða fyrir okkur og bara fínt að enginn meiddist í dag.“ „Það munar um ákveðna pósta í liðinu hjá okkur, þetta tap fer alfarið á mig, undirbúningurinn og takturinn fór aðeins úr þessu með því að byrja svona. Við vissum kannski að við myndum tapa en ekki svona illa og að vera svona illa undir í hálfleik.“ „En þetta er bara staðan á liðinu í dag þegar ákveðnir menn eru ekki með.“ Bjarki Már Gunnarsson var ekki í leikmannahóp Stjörnunnar í kvöld, hann var einn af þeim sem var hvíldur og það alveg allan leikinn. Rúnar sagði hann hafa verið að harka af sér meiðsli það sem af er ári. „Hann er búinn að vera tæpur og harkað af sér síðan í desember, menn finna ekki alveg hvað er að honum. Við erum búnir að reyna að hvíla hann til þess að hann verði betri og það mættu bara margir taka sér hann til fyrirmyndar í að leggja sig fram fyrir liðið.“
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira