Slys í fjölskyldunni ástæða leyfis Gunnars Braga Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2019 13:36 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins þurfti að bregðast við aðstæðum í fjölskyldunni og tók sér því hlé frá þingstörfum. vísir/vilhelm Sonur Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns Miðflokksins fótbrotnaði illa í dráttarvélarslysi. Sem svo er helsta ástæðan fyrir því að Gunnar Bragi tók sér leyfi frá þingstörfum. Er þetta samkvæmt heimildum Vísis. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem hann greindi frá því að hann ætlaði að taka sér frí frá þingstörfum. Hann sagði ástæðuna persónulega en tilgreindi ekki nánar hvers vegna hann gerir nú hlé á störfum sínum. Í kjölfarið hefur fyrirspurnum rignt yfir fréttastofu og einnig Miðflokkinn og allskyns kenningar, sem ekki er vert að tíunda, verið settar fram. Vísir reyndi að ná í Gunnar Braga fyrr í dag vegna málsins en án árangurs. Samkvæmt heimildum fékk þetta slys mjög á Gunnar, en sonur hans umræddur er fjölskyldumaður; á þrjú ung börn og vildi Gunnar Bragi fara norður, hvar sonur hans er búsettur og rekur bú og vera til staðar. Slysið var fyrir um viku. Ekki liggur fyrir hversu langt hlé Gunnar Bragi mun gera á störfum sínum á þinginu en Una María Óskarsdóttir er varaþingmaður Gunnars Braga og starfandi þingflokksformaður Miðflokksins er Þorsteinn Sæmundsson.Uppfært 15:20 Vísir sendi fyrirspurn í morgun á skrifstofu Alþingis vegna þessa leyfis Gunnars Braga og svör þaðan, sem voru að berast nú síðdegis, herma að Gunnar Bragi Sveinsson sé veikindaleyfi, ótímabundnu og heldur launum eins og gildir um þá sem eru í veikindaleyfi. Alþingi Miðflokkurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. 5. apríl 2019 18:29 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sonur Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns Miðflokksins fótbrotnaði illa í dráttarvélarslysi. Sem svo er helsta ástæðan fyrir því að Gunnar Bragi tók sér leyfi frá þingstörfum. Er þetta samkvæmt heimildum Vísis. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem hann greindi frá því að hann ætlaði að taka sér frí frá þingstörfum. Hann sagði ástæðuna persónulega en tilgreindi ekki nánar hvers vegna hann gerir nú hlé á störfum sínum. Í kjölfarið hefur fyrirspurnum rignt yfir fréttastofu og einnig Miðflokkinn og allskyns kenningar, sem ekki er vert að tíunda, verið settar fram. Vísir reyndi að ná í Gunnar Braga fyrr í dag vegna málsins en án árangurs. Samkvæmt heimildum fékk þetta slys mjög á Gunnar, en sonur hans umræddur er fjölskyldumaður; á þrjú ung börn og vildi Gunnar Bragi fara norður, hvar sonur hans er búsettur og rekur bú og vera til staðar. Slysið var fyrir um viku. Ekki liggur fyrir hversu langt hlé Gunnar Bragi mun gera á störfum sínum á þinginu en Una María Óskarsdóttir er varaþingmaður Gunnars Braga og starfandi þingflokksformaður Miðflokksins er Þorsteinn Sæmundsson.Uppfært 15:20 Vísir sendi fyrirspurn í morgun á skrifstofu Alþingis vegna þessa leyfis Gunnars Braga og svör þaðan, sem voru að berast nú síðdegis, herma að Gunnar Bragi Sveinsson sé veikindaleyfi, ótímabundnu og heldur launum eins og gildir um þá sem eru í veikindaleyfi.
Alþingi Miðflokkurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. 5. apríl 2019 18:29 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. 5. apríl 2019 18:29