Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2019 11:53 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin í febrúar síðastliðnum, segist hafa hlotið mikinn stuðning og samúð frá aðstandendum jafnt sem ókunnugum undanfarið. Hafa þessar kveðjur leitt til þess að þau hafa geta haldið leit sinni áfram að Jóni á þessum erfiðu tímum. Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. Þar segist fjölskyldan hafa fengið tugi skilaboða frá manneskjum sem segjast vera miðlar eða skyggn og búi yfir mikilvægum upplýsingum um hvar Jón er niður kominn. „Eftir því sem dagarnir líða, fjölgar þessum skilaboðum sem vísa í allar áttir,“ segir í stöðuuppfærslu fjölskyldu Jóns Þrastar. Fjölskyldan biðlar til þessara einstaklinga, sem telja sig hafa mikilvægar upplýsingar frá framliðnu fólki eða orðið fyrir uppljómun og telja sig vita hvar Jón er, að halda þeim upplýsingum fyrir sjálfa sig og hafa ekki samband. „Við virðum ykkar trú og lífsviðhorf, en ef þið væruð í okkar sporum þá myndu þið kannski skilja hversu særandi það er að fá slík skilaboð á nokkurra daga fresti frá manneskjum sem halda því fram að okkar kæri bróðir sé fastur undir bjargi í námu eða eitthvað verra. Ef svo ólíklega vill til að við þurfum aðstoð miðla eða manneskja með ofurnáttúrulega hæfileika, þá munum við sjálf leita til þeirra.“ Að lokum óskar fjölskyldan eftir upplýsingum frá þeim sem hafa séð Jón Þröst í raun og veru eða upplýsingum frá þeim sem hafa mikilvægar upplýsingar um Jón rétt fyrir eða eftir hvarfið. Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin í febrúar síðastliðnum, segist hafa hlotið mikinn stuðning og samúð frá aðstandendum jafnt sem ókunnugum undanfarið. Hafa þessar kveðjur leitt til þess að þau hafa geta haldið leit sinni áfram að Jóni á þessum erfiðu tímum. Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. Þar segist fjölskyldan hafa fengið tugi skilaboða frá manneskjum sem segjast vera miðlar eða skyggn og búi yfir mikilvægum upplýsingum um hvar Jón er niður kominn. „Eftir því sem dagarnir líða, fjölgar þessum skilaboðum sem vísa í allar áttir,“ segir í stöðuuppfærslu fjölskyldu Jóns Þrastar. Fjölskyldan biðlar til þessara einstaklinga, sem telja sig hafa mikilvægar upplýsingar frá framliðnu fólki eða orðið fyrir uppljómun og telja sig vita hvar Jón er, að halda þeim upplýsingum fyrir sjálfa sig og hafa ekki samband. „Við virðum ykkar trú og lífsviðhorf, en ef þið væruð í okkar sporum þá myndu þið kannski skilja hversu særandi það er að fá slík skilaboð á nokkurra daga fresti frá manneskjum sem halda því fram að okkar kæri bróðir sé fastur undir bjargi í námu eða eitthvað verra. Ef svo ólíklega vill til að við þurfum aðstoð miðla eða manneskja með ofurnáttúrulega hæfileika, þá munum við sjálf leita til þeirra.“ Að lokum óskar fjölskyldan eftir upplýsingum frá þeim sem hafa séð Jón Þröst í raun og veru eða upplýsingum frá þeim sem hafa mikilvægar upplýsingar um Jón rétt fyrir eða eftir hvarfið.
Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira