Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. mars 2019 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býst við því að framhaldið muni skýrast um helgina. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent