Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Sylvía Hall skrifar 31. mars 2019 12:42 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur gagnrýnt verðskrár bankanna. vísir/vilhelm Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. Í Silfrinu í dag sagði Gylfi það vera jákvætt að landið væri í fyrsta sinn í þeirri stöðu að geta brugðist við samdrætti með vaxtalækkunum og því sé landið þokkalega undirbúið fyrir skell. Það sé bara spurning hversu mikill sá skellur verður. „Landið sjálft er vel undirbúið vegna þess að skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað mikið. Það eru engin erlend lán hjá óverðum aðilum eins og var 2008. Það er gríðarlegur gjaldeyrisforði og ríkissjóður er búinn að greiða niður sínar skuldir,“ sagði Gylfi. „Vextir eru núna 4,5% en ef að atvinnuleysi fer að vaxa meira þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til þess að örva eftirspurn sem kemur öllum vel. Lykillinn að því er sá að þeir sem eru að semja um kaup og kjör núna geri hóflega samninga um hóflegar launahækkanir“Verkalýðsfélögin hafa tækifæri til þess að semja hóflega við erfiðar aðstæður Gylfi sagði vanda flestra fyrirtækja vera launakostnaður og benti á að þau flugfélög sem WOW air hafði verið í samkeppni við væru með töluvert lægri launakostnað. Í samanburði við samkeppnislönd sé Ísland mjög dýrt og laun séu hærri en annars staðar sem ógni stöðu innlendra flugfélaga. „Laun hér miðað við laun í samkeppnislöndum og verðlag innlent miðað við verðlag annarsstaðar er of hátt. Flugfélög sem eru í samkeppnisrekstri við flugfélög í láglaunalöndum eins og Ungverjalandi, Póllandi og jafnvel Bretlandi, þau hafa mjög erfiða stöðu nema olíuverð sé mjög lágt eins og það var 2015 og 2016. Um leið og olíuverð fer upp þá lenda þau í þessu. Eitt félag er farið, annað er farið núna og Icelandair er með sjö milljarða tap á síðasta ári.“ Hann nefndi að launahlutföll allra útflutningsgreinanna séu almennt mjög há, hótelin séu að greiða miklu hærra hlutfall í laun en hafi mælst áður og það sama eigi við um veitingahús. Það sé vandamálið. Hann segir lausnina ekki vera að hækka laun um hátt í tíu prósent á ári þar sem launakostnaður sé það sem er nú þegar að fella útflutningsgreinarnar. Það myndi aðeins gera út um fleiri fyrirtæki. „Það er algjörlega undir aðilum vinnumarkaðarins komið hvað gerist. Verkalýðshreyfingin núna, hún ræður vaxtarstiginu næstu mánuði og kannski einhver ár,“ sagði Gylfi og bætti við að nú hefði verkalýðshreyfingin tækifæri til þess að taka tillit til erfiðra aðstæðna og semja um hóflegar launahækkanir. Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir „Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. Í Silfrinu í dag sagði Gylfi það vera jákvætt að landið væri í fyrsta sinn í þeirri stöðu að geta brugðist við samdrætti með vaxtalækkunum og því sé landið þokkalega undirbúið fyrir skell. Það sé bara spurning hversu mikill sá skellur verður. „Landið sjálft er vel undirbúið vegna þess að skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað mikið. Það eru engin erlend lán hjá óverðum aðilum eins og var 2008. Það er gríðarlegur gjaldeyrisforði og ríkissjóður er búinn að greiða niður sínar skuldir,“ sagði Gylfi. „Vextir eru núna 4,5% en ef að atvinnuleysi fer að vaxa meira þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til þess að örva eftirspurn sem kemur öllum vel. Lykillinn að því er sá að þeir sem eru að semja um kaup og kjör núna geri hóflega samninga um hóflegar launahækkanir“Verkalýðsfélögin hafa tækifæri til þess að semja hóflega við erfiðar aðstæður Gylfi sagði vanda flestra fyrirtækja vera launakostnaður og benti á að þau flugfélög sem WOW air hafði verið í samkeppni við væru með töluvert lægri launakostnað. Í samanburði við samkeppnislönd sé Ísland mjög dýrt og laun séu hærri en annars staðar sem ógni stöðu innlendra flugfélaga. „Laun hér miðað við laun í samkeppnislöndum og verðlag innlent miðað við verðlag annarsstaðar er of hátt. Flugfélög sem eru í samkeppnisrekstri við flugfélög í láglaunalöndum eins og Ungverjalandi, Póllandi og jafnvel Bretlandi, þau hafa mjög erfiða stöðu nema olíuverð sé mjög lágt eins og það var 2015 og 2016. Um leið og olíuverð fer upp þá lenda þau í þessu. Eitt félag er farið, annað er farið núna og Icelandair er með sjö milljarða tap á síðasta ári.“ Hann nefndi að launahlutföll allra útflutningsgreinanna séu almennt mjög há, hótelin séu að greiða miklu hærra hlutfall í laun en hafi mælst áður og það sama eigi við um veitingahús. Það sé vandamálið. Hann segir lausnina ekki vera að hækka laun um hátt í tíu prósent á ári þar sem launakostnaður sé það sem er nú þegar að fella útflutningsgreinarnar. Það myndi aðeins gera út um fleiri fyrirtæki. „Það er algjörlega undir aðilum vinnumarkaðarins komið hvað gerist. Verkalýðshreyfingin núna, hún ræður vaxtarstiginu næstu mánuði og kannski einhver ár,“ sagði Gylfi og bætti við að nú hefði verkalýðshreyfingin tækifæri til þess að taka tillit til erfiðra aðstæðna og semja um hóflegar launahækkanir.
Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir „Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49
Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent