Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner hrósaði sigri á heimsmeistaramótinu í holukeppni sem lauk í kvöld. Mótið fór fram í Austin í Texas.
Í úrslitaleiknum bar Kisner sigurorð af landa sínum, Matt Kuchar, sem vann mótið fyrir sex árum. Kisner hafði betur, 2&1.
Kisner komst einnig í úrslit mótsins í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Bubba Watson.
Francesco Molinari sigraði Lucas Bjerregaard, 4&2, í leiknum um 3. sætið.
