Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:35 Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, á málþinginu í dag. vísir/vilhelm Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. Þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefði kveðið upp dóma sem væru erfiðir í framkvæmd hjá aðildarríkjum hans af pólitískum ástæðum. Davíð Þór vakti máls á þessu í erindi sínu á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í síðustu viku. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á að kynna sér nánar greiningar sérfræðinga í málaflokknum á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Davíð Þór sagði að það sem væri mest um vert væri að Landsréttur fengi að starfa af fullum þunga. Það væri vandamálið sem blasti við okkur í dag. Hann vakti athygli á því að málið væri ekki flókið út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði heldur væri flækjan fyrst og fremst á hinum pólitíska vettvangi á Íslandi. Davíð sagði í upphafi framsögu sinnar að dómurinn hefði komið sér verulega á óvart og eftir að hafa gaumgæft niðurstöðu meirihlutans sýndist honum að dómarar hefðu beitt mikilli lögfimi. Hann bendir á að Landsréttur hafi verið í ákveðnu slökkvistarfi síðan málið kom upp. Fari það svo að þeir fjórir dómarar, sem voru skipaðir ólöglega, þyrftu að víkja væri það ósanngjarnt gagnvart þeim sjálfum sem hefðu ekkert til sakar unnið annað en að sækja um starf sem þeir fengu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25 Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. Þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefði kveðið upp dóma sem væru erfiðir í framkvæmd hjá aðildarríkjum hans af pólitískum ástæðum. Davíð Þór vakti máls á þessu í erindi sínu á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í síðustu viku. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á að kynna sér nánar greiningar sérfræðinga í málaflokknum á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Davíð Þór sagði að það sem væri mest um vert væri að Landsréttur fengi að starfa af fullum þunga. Það væri vandamálið sem blasti við okkur í dag. Hann vakti athygli á því að málið væri ekki flókið út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði heldur væri flækjan fyrst og fremst á hinum pólitíska vettvangi á Íslandi. Davíð sagði í upphafi framsögu sinnar að dómurinn hefði komið sér verulega á óvart og eftir að hafa gaumgæft niðurstöðu meirihlutans sýndist honum að dómarar hefðu beitt mikilli lögfimi. Hann bendir á að Landsréttur hafi verið í ákveðnu slökkvistarfi síðan málið kom upp. Fari það svo að þeir fjórir dómarar, sem voru skipaðir ólöglega, þyrftu að víkja væri það ósanngjarnt gagnvart þeim sjálfum sem hefðu ekkert til sakar unnið annað en að sækja um starf sem þeir fengu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25 Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
„Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25
Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15
Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda