Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:35 Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, á málþinginu í dag. vísir/vilhelm Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. Þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefði kveðið upp dóma sem væru erfiðir í framkvæmd hjá aðildarríkjum hans af pólitískum ástæðum. Davíð Þór vakti máls á þessu í erindi sínu á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í síðustu viku. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á að kynna sér nánar greiningar sérfræðinga í málaflokknum á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Davíð Þór sagði að það sem væri mest um vert væri að Landsréttur fengi að starfa af fullum þunga. Það væri vandamálið sem blasti við okkur í dag. Hann vakti athygli á því að málið væri ekki flókið út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði heldur væri flækjan fyrst og fremst á hinum pólitíska vettvangi á Íslandi. Davíð sagði í upphafi framsögu sinnar að dómurinn hefði komið sér verulega á óvart og eftir að hafa gaumgæft niðurstöðu meirihlutans sýndist honum að dómarar hefðu beitt mikilli lögfimi. Hann bendir á að Landsréttur hafi verið í ákveðnu slökkvistarfi síðan málið kom upp. Fari það svo að þeir fjórir dómarar, sem voru skipaðir ólöglega, þyrftu að víkja væri það ósanngjarnt gagnvart þeim sjálfum sem hefðu ekkert til sakar unnið annað en að sækja um starf sem þeir fengu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25 Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. Þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefði kveðið upp dóma sem væru erfiðir í framkvæmd hjá aðildarríkjum hans af pólitískum ástæðum. Davíð Þór vakti máls á þessu í erindi sínu á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í síðustu viku. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á að kynna sér nánar greiningar sérfræðinga í málaflokknum á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Davíð Þór sagði að það sem væri mest um vert væri að Landsréttur fengi að starfa af fullum þunga. Það væri vandamálið sem blasti við okkur í dag. Hann vakti athygli á því að málið væri ekki flókið út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði heldur væri flækjan fyrst og fremst á hinum pólitíska vettvangi á Íslandi. Davíð sagði í upphafi framsögu sinnar að dómurinn hefði komið sér verulega á óvart og eftir að hafa gaumgæft niðurstöðu meirihlutans sýndist honum að dómarar hefðu beitt mikilli lögfimi. Hann bendir á að Landsréttur hafi verið í ákveðnu slökkvistarfi síðan málið kom upp. Fari það svo að þeir fjórir dómarar, sem voru skipaðir ólöglega, þyrftu að víkja væri það ósanngjarnt gagnvart þeim sjálfum sem hefðu ekkert til sakar unnið annað en að sækja um starf sem þeir fengu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25 Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25
Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15
Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15