Forsætisráðherra hefur þungar áhyggjur af stöðunni í kjaraviðræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:57 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðhrera, hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjá meira