Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 14:42 Kassym-Jomart Tokayev sór embættiseið í gær og lagði við það tækifæri til að nafni höfuðborgar landsins yrði breytt. Getty/Anadolu Agency Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. Borgin, sem áður hét Astana, mun frá og með deginum í dag bera nafnið Nursultan til heiðurs Nursultan Nazarbayev sem sagði óvænt af sér sem forseti Kasakstans í gær.Nazarbayev hafði verið æðsti embættismaður Kasakstan allt frá falli Sovétríkjanna undir loka níunda áratugar síðustu aldar, fyrst sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kasakstan og svo sem forseti. Hann er 78 ára og hefur ítrekað verið endurkjörinn forseti landsins með miklum mun, síðast árið 2015. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa þó ávallt gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Kassym-Jomart Tokayev tók við embætti forseta í gær en hann hafði áður gegnt embætti forseta efri deildar kasakska þingsins. Það var einmitt að frumkvæði Tokayev sem ákveðið var að breyta nafni höfuðbogarinnar. Kasakska þingið beið ekki boðanna og samþykkti nafnabreytinguna samdægurs. Astana, sem þýðir einfaldlega „höfuðborg“ á kasöksku, varð höfuðborg Kasakstan árið 1997. Fram að því hafði Almaty verið höfuðborg landsins, en hún er enn fjölmennta borg landsins. Dóttir fráfarandi forseta, Dariga Nazarbayeva, tók við embætti þingforseta þegar Tokayev settist á forsetastól. Því eru margir þegar farnir að leiða að því líkum að hún kunni að bjóða sig fram í forsetakosningum næsta árs. Kasakstan er ríkt af olíu og eru íbúar þess um 18 milljónir, þar af rúmlega 800 þúsund í Nursultan. Kasakstan Tengdar fréttir Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. Borgin, sem áður hét Astana, mun frá og með deginum í dag bera nafnið Nursultan til heiðurs Nursultan Nazarbayev sem sagði óvænt af sér sem forseti Kasakstans í gær.Nazarbayev hafði verið æðsti embættismaður Kasakstan allt frá falli Sovétríkjanna undir loka níunda áratugar síðustu aldar, fyrst sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kasakstan og svo sem forseti. Hann er 78 ára og hefur ítrekað verið endurkjörinn forseti landsins með miklum mun, síðast árið 2015. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa þó ávallt gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Kassym-Jomart Tokayev tók við embætti forseta í gær en hann hafði áður gegnt embætti forseta efri deildar kasakska þingsins. Það var einmitt að frumkvæði Tokayev sem ákveðið var að breyta nafni höfuðbogarinnar. Kasakska þingið beið ekki boðanna og samþykkti nafnabreytinguna samdægurs. Astana, sem þýðir einfaldlega „höfuðborg“ á kasöksku, varð höfuðborg Kasakstan árið 1997. Fram að því hafði Almaty verið höfuðborg landsins, en hún er enn fjölmennta borg landsins. Dóttir fráfarandi forseta, Dariga Nazarbayeva, tók við embætti þingforseta þegar Tokayev settist á forsetastól. Því eru margir þegar farnir að leiða að því líkum að hún kunni að bjóða sig fram í forsetakosningum næsta árs. Kasakstan er ríkt af olíu og eru íbúar þess um 18 milljónir, þar af rúmlega 800 þúsund í Nursultan.
Kasakstan Tengdar fréttir Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50