Grindvíkingar og kjörnir fulltrúar glaðir en óhamingja mest hjá Eyjamönnum og verkafólki Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 14:53 Grindavíkingar bera af í hamingjukönnun Landlæknis. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar eru hamingjusamastir allra íbúa Íslands ef marka má könnun embættis Landlæknis á hamingju eftir sveitarfélögum. Þegar litið er til hamingju út frá starfsstéttum kemur í ljós að kjörnir fulltrúar, það er stjórnmálastéttin, og svo atvinnurekendur eru hamingjusamastir allra. Hins vegar er verkafólk og starfsfólk í þjónustu og afgreiðslustörfum óhamingjusamasta fólkið. Niðurstöðurnar voru kynntar á málþingi á málþingi um hamingju, heilsu og vellíðan – samfélagsleg ábyrgð í Háskóla Íslands. Um var að ræða netkönnun á vegum Gallup fyrir Landlæknisembættið. Úrtakið náði yfir einstaklinga frá öllu landinu, átján ára og eldri en þeir voru valdir handahófskennt úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrár. Hamingja Íslendinga hefur verið mæld frá árinu 2003 en hún var einmitt hæst árið 2003 en hefur minnkað heldur frá þeim tíma. Árið 2011 fór hún lægst en hefur verið nokkuð jöfn heilt yfir þjóðina á síðastliðnum árum. Flestir svarenda töldu sig hamingjusama, eða 58 prósent, en 38 prósent telja sig óhamingjusama. Hamingju eftir sveitarfélögum má sjá hér en þar skorar Grindavík, Hveragerði, Akranes og Fjarðabyggð hátt en Vestmannaeyjar, Borgarbyggð, Hornafjörður, Seltjarnarnes og Reykjavík undir meðallagi. Líkt og fyrr segir skora Grindvíkingar og Skagamenn hátt í hamingjukönnuninni.En Vestmanneyingar skera sig fremur úr þegar kemur að óhamingju. Atvinnurekendur skora hæst í hamingju, en á eftir þeim eru eftirlaunaþegar. Þeir sem eru veikir eða ótímabundið óvinnufærir skora lágt. Hér má sjá hamingjustuðulinn eftir starfsheiti en þar eru kjörnir fulltrúar langhæstir en verkafólk lægst. Hér má sjá þróun á hamingju unglinga Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Grindvíkingar eru hamingjusamastir allra íbúa Íslands ef marka má könnun embættis Landlæknis á hamingju eftir sveitarfélögum. Þegar litið er til hamingju út frá starfsstéttum kemur í ljós að kjörnir fulltrúar, það er stjórnmálastéttin, og svo atvinnurekendur eru hamingjusamastir allra. Hins vegar er verkafólk og starfsfólk í þjónustu og afgreiðslustörfum óhamingjusamasta fólkið. Niðurstöðurnar voru kynntar á málþingi á málþingi um hamingju, heilsu og vellíðan – samfélagsleg ábyrgð í Háskóla Íslands. Um var að ræða netkönnun á vegum Gallup fyrir Landlæknisembættið. Úrtakið náði yfir einstaklinga frá öllu landinu, átján ára og eldri en þeir voru valdir handahófskennt úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrár. Hamingja Íslendinga hefur verið mæld frá árinu 2003 en hún var einmitt hæst árið 2003 en hefur minnkað heldur frá þeim tíma. Árið 2011 fór hún lægst en hefur verið nokkuð jöfn heilt yfir þjóðina á síðastliðnum árum. Flestir svarenda töldu sig hamingjusama, eða 58 prósent, en 38 prósent telja sig óhamingjusama. Hamingju eftir sveitarfélögum má sjá hér en þar skorar Grindavík, Hveragerði, Akranes og Fjarðabyggð hátt en Vestmannaeyjar, Borgarbyggð, Hornafjörður, Seltjarnarnes og Reykjavík undir meðallagi. Líkt og fyrr segir skora Grindvíkingar og Skagamenn hátt í hamingjukönnuninni.En Vestmanneyingar skera sig fremur úr þegar kemur að óhamingju. Atvinnurekendur skora hæst í hamingju, en á eftir þeim eru eftirlaunaþegar. Þeir sem eru veikir eða ótímabundið óvinnufærir skora lágt. Hér má sjá hamingjustuðulinn eftir starfsheiti en þar eru kjörnir fulltrúar langhæstir en verkafólk lægst. Hér má sjá þróun á hamingju unglinga
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira