Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:56 Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl Vísir/vilhelm Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55