Robert segir í samtali við Vísi að hann hafi mætt á staðinn um klukkustund eftir að bændurnir í Staðardal urðu varir við hvalinn. Hann segir mikinn óþef leggja frá hræinu.
„Fyrir skömmu veltist búrhvalurinn í fjörunni fyrir neðan grindarhliðið og stefndi síðan út með brjótnum og líklega rekur hann inn fjörð. Stórstreymt er og búist við miklum SV hvelli í kvöld og nótt. Vonandi stendur brjóturinn af sér storminn en sérstaklega á einum stað, er komin stór sprunga þvert á hann,“ segir í Facebook-færslu Roberts.
Hann segir að hvalurinn hafi verið í kringum tólf metra langur. Sjá má myndir Roberts að neðan.
