Dæmd til að greiða tæpar 11 milljónir í bætur vegna leyndra galla á húsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 10:14 Dómurinn var birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands í gær. fbl/eyþór Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað. Árborg Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað.
Árborg Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira