Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 10:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist leyfa sér að vona að ekki þurfi að blása til verkfalla í næstu viku líkt og áætlað er. Verkfallið í dag hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. Þá segist Ragnar bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega og gerir ráð fyrir að fundað verði stíft næstu daga. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Ragnar í beinni útsendingu á Vísi í húsakynnum VR skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Verkfall um tvö þúsund félagsmanna VR og Eflingar hófst á miðnætti og stendur í sólarhring. Ragnar segist bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega. Það séu vissulega alltaf vonbrigði að þurfa að fara í „átakaferli“ á borð við verkfall en viðræður haldi áfram. „Það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Ekkert alvarlegt hefur komið upp á það sem af er þessum fyrsta verkfallsdegi VR í 31 ár, að sögn Ragnars. „Allavega engir pústrar og engin átök.“ Þá hafi verkfallsvörðum verið tekið vel þar sem þeir hafa komið.Ekki búið að boða formlega til fundar í dag Aðspurður segir Ragnar að dagurinn í dag snúist að mestu leyti um að vinna að málum sem komu út úr viðræðunum í gær. Ragnar segist þó ekki mega tjá sig um efni þeirra en verið sé að vinna kröfugerðina og teikna upp mögulegar lausnir. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort stutt sé á milli samningsaðila í kjaraviðræðunum. „Ég get ekki svarað neinu um það. Við megum ekki tjá okkur um stöðuna eins og hún er núna. […] En við erum að reyna að nálgast þetta lausnamiðað.“ Aðspurður segir Ragnar að ekki sé búið að boða formlega til fundar í dag en býst við því að fundað verði stíft næstu daga. Þá hefur VR verið í óformlegu sambandi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðanna. Um áframhaldandi verkfallsaðgerðir segir Kjartan að samtöl séu í góðum farvegi. Þá vonast hann til þess að ekki þurfi að efna til verkfalla í næstu viku, líkt og áætlað er á fimmtudag og föstudag. „Ég leyfi mér að vona ekki.“Greint er ítarlega frá framvindu dagsins í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist leyfa sér að vona að ekki þurfi að blása til verkfalla í næstu viku líkt og áætlað er. Verkfallið í dag hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. Þá segist Ragnar bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega og gerir ráð fyrir að fundað verði stíft næstu daga. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Ragnar í beinni útsendingu á Vísi í húsakynnum VR skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Verkfall um tvö þúsund félagsmanna VR og Eflingar hófst á miðnætti og stendur í sólarhring. Ragnar segist bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega. Það séu vissulega alltaf vonbrigði að þurfa að fara í „átakaferli“ á borð við verkfall en viðræður haldi áfram. „Það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Ekkert alvarlegt hefur komið upp á það sem af er þessum fyrsta verkfallsdegi VR í 31 ár, að sögn Ragnars. „Allavega engir pústrar og engin átök.“ Þá hafi verkfallsvörðum verið tekið vel þar sem þeir hafa komið.Ekki búið að boða formlega til fundar í dag Aðspurður segir Ragnar að dagurinn í dag snúist að mestu leyti um að vinna að málum sem komu út úr viðræðunum í gær. Ragnar segist þó ekki mega tjá sig um efni þeirra en verið sé að vinna kröfugerðina og teikna upp mögulegar lausnir. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort stutt sé á milli samningsaðila í kjaraviðræðunum. „Ég get ekki svarað neinu um það. Við megum ekki tjá okkur um stöðuna eins og hún er núna. […] En við erum að reyna að nálgast þetta lausnamiðað.“ Aðspurður segir Ragnar að ekki sé búið að boða formlega til fundar í dag en býst við því að fundað verði stíft næstu daga. Þá hefur VR verið í óformlegu sambandi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðanna. Um áframhaldandi verkfallsaðgerðir segir Kjartan að samtöl séu í góðum farvegi. Þá vonast hann til þess að ekki þurfi að efna til verkfalla í næstu viku, líkt og áætlað er á fimmtudag og föstudag. „Ég leyfi mér að vona ekki.“Greint er ítarlega frá framvindu dagsins í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05