Brennivín úr matarleifum meðal sigurvegara hönnunarverðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 15:00 Björn Steinar Blumenstein vinnur til verðlauna hjá Grapevine. Mynd/Art Bicnick Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick
Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira