Næsti fundur í kjaradeilu Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VLFG og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag klukkan 10.
Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ríkissáttasemjara hefur sáttasemjari verið í sambandi við deiluaðila í dag og er niðurstaðan úr því samtali að funda eftir helgi.
Deiluaðilar voru settir í fjölmiðlabann í gær. Þeir mega því ekkert tjá sig við fjölmiðla um gang viðræðna eða hvað farið hefur fram á fundum hjá sáttasemjara. Búast má við því að fjölmiðlabannið verði enn í gildi eftir helgi.
Sólarhringsverkfall félagsmanna í Eflingu og VR sem starfa á hótelum og við rútuakstur hófst á miðnætti. Því lýkur á miðnætti og hafa næstu verkfallsaðgerðir verið boðaðar á fimmtudag og föstudag í næstu viku.
Fundað hjá ríkissáttasemjara á mánudag

Tengdar fréttir

Sátu um gestina til að geta byrjað að þrífa klukkan 4 í nótt
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir að það muni um það þegar 2/3 af starfsmönnum hótelsins séu ekki í vinnu eins og nú er vegna verkfalls VR og Eflingar.

Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf
Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna.

Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það.