Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 16:58 Ein af Boeing 737 MAX vélum Icelandair en vélarnar hafa nú verið kyrrsettar. boeing Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. Virkni búnaðarins snýst um að sýna á skjá vélarinnar stöðu mælinga á afstöðu flugvélar á lofti. Greint var frá því í Stundinni í dag að Icelandair hefði ekki keypt búnaðinn og hafði það eftir heimildum en einnig var greint frá málinu í Morgunblaðinu og staðfesti upplýsingafulltrúi félagsins við blaðið að búnaðurinn hefði ekki verið keyptur. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að félagið hafi ekki keypt búnaðinn. Búnaðurinn verði hins vegar partur af Boeing 737 MAX vélum Icelandair í framtíðinni. Hann segir ástæðuna vera þá að sérfræðingar fyrirtækisins töldu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar við kaup á vélunum hefði svona mæling ekki haft áhrif á öryggi. Auk þess valdi Icelandair annan öryggisbúnað sem veiti mikið af þeim upplýsingum sem hinn búnaðurinn veitir. Því hefur verið haldið fram að búnaðurinn sem Icelandair keypti ekki hefði mögulega getað minnkað eitthvað líkurnar á flugslysunum í Eþíópíu og Indónesíu. Tæplega 350 fórust í flugslysunum tveimur sem urðu annars vegar í október síðastliðnum og hins vegar fyrr í þessum mánuði. Jens segir að þessi fullyrðing um búnaðinn sé ótímabær og ekki sennileg að mati Icelandair. Hann bendir jafnframt á að orsakir slyssins í Eþíópíu hafi ekki enn verið staðfestar og því séu allar fullyrðingar í tengslum við það ótímabærar. „Við teljum hins vegar að m.v. fyrirliggjandi upplýsingar hefði þessi búnaður ekki haft teljandi áhrif á getu áhafnar til að bregðast við þeim aðstæðum sem komu upp í Indónesíu. Við höfum þrátt fyrir það skoðað þetta nánar og sem partur af uppfærðum öryggisferlum okkar verður þessi búnaður partur af Boeing 737 MAX vélunum í framtíðinni. Þá langar mig til þess að ítreka að öryggi áhafna okkar og farþega hefur alltaf verið og verður alltaf í fyrsta sæti í starfsemi Icelandair. Varðandi Boeing 737 MAX vélarnar, þá hefur viðhald þeirra, þjálfun flugmanna og áhafna okkar verið unnið samkvæmt ströngustu öryggisferlum og eins og almennt í flugrekstri er sífellt verið að vinna að auknu öryggi,“ segir í svari Jens.Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í frétt Morgunblaðsins. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. Virkni búnaðarins snýst um að sýna á skjá vélarinnar stöðu mælinga á afstöðu flugvélar á lofti. Greint var frá því í Stundinni í dag að Icelandair hefði ekki keypt búnaðinn og hafði það eftir heimildum en einnig var greint frá málinu í Morgunblaðinu og staðfesti upplýsingafulltrúi félagsins við blaðið að búnaðurinn hefði ekki verið keyptur. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að félagið hafi ekki keypt búnaðinn. Búnaðurinn verði hins vegar partur af Boeing 737 MAX vélum Icelandair í framtíðinni. Hann segir ástæðuna vera þá að sérfræðingar fyrirtækisins töldu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar við kaup á vélunum hefði svona mæling ekki haft áhrif á öryggi. Auk þess valdi Icelandair annan öryggisbúnað sem veiti mikið af þeim upplýsingum sem hinn búnaðurinn veitir. Því hefur verið haldið fram að búnaðurinn sem Icelandair keypti ekki hefði mögulega getað minnkað eitthvað líkurnar á flugslysunum í Eþíópíu og Indónesíu. Tæplega 350 fórust í flugslysunum tveimur sem urðu annars vegar í október síðastliðnum og hins vegar fyrr í þessum mánuði. Jens segir að þessi fullyrðing um búnaðinn sé ótímabær og ekki sennileg að mati Icelandair. Hann bendir jafnframt á að orsakir slyssins í Eþíópíu hafi ekki enn verið staðfestar og því séu allar fullyrðingar í tengslum við það ótímabærar. „Við teljum hins vegar að m.v. fyrirliggjandi upplýsingar hefði þessi búnaður ekki haft teljandi áhrif á getu áhafnar til að bregðast við þeim aðstæðum sem komu upp í Indónesíu. Við höfum þrátt fyrir það skoðað þetta nánar og sem partur af uppfærðum öryggisferlum okkar verður þessi búnaður partur af Boeing 737 MAX vélunum í framtíðinni. Þá langar mig til þess að ítreka að öryggi áhafna okkar og farþega hefur alltaf verið og verður alltaf í fyrsta sæti í starfsemi Icelandair. Varðandi Boeing 737 MAX vélarnar, þá hefur viðhald þeirra, þjálfun flugmanna og áhafna okkar verið unnið samkvæmt ströngustu öryggisferlum og eins og almennt í flugrekstri er sífellt verið að vinna að auknu öryggi,“ segir í svari Jens.Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í frétt Morgunblaðsins.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45