Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Sighvatur Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. mars 2019 13:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira