Vill sjá breytingar á nýrri fjármálaáætlun Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2019 20:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist ekki sjá mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga úr launakostnaði, eins og aðhaldskrafa nýrrar fjármálaáætlunar gerir ráð fyrir. Spara á um fimm milljarða með því að hagræða í innkaupum og launakostnaði hjá hinu opinbera. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær og samkvæmt henni verða fjárframlög til samgöngu-, nýsköpunar- og velferðarmála aukin um marga milljarða. En einnig á að gera aðhald í ríkisrekstri upp á fimm milljarða með því að draga saman í opinberum innkaupum á vörum og þjónustu sem og draga úr launakostnaði og er þá horft til tæknilausna. Formaður BSRB segir stofnanir víðast hvar reknar á lágmarksmönnun. „Við sjáum hins vegar ekki mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga saman og við leggjumst fastlega geng því að það verði fækkun hjá starfsmönnum ríkisins,“ segir Sonja. Hún segir að kröfur í komandi kjarasamningagerð séu meðal annars að bæta starfsumhverfi opinberra starfamanna. Þá vísar hún í aukningu á kulnun og veikindafjarveru sem rekja má til vinnuumhverfis. Alþingi mun fjalla um áætlunina áþriðjudag. „Í okkar huga er þetta einfaldlega áætlun. Eins og ég segi við leggjum mikla áherslu á það í kjarasamningaviðræðum að horft verði til starfsumhverfis opinberra starfsmanna og það verði gripið til aðgerða vegna veikindafjarveru og kulnunar. Við ætlumst svo auðvitað til að það verði breytingar áætluninni í kjölfarið,“ segir hún. Hún segir að tæknivæðing muni breyta störfum í framtíðinni en ekki endilega draga úr launakostnaði. „Við vitum að störfin munu breytast á framtíðar vinnumarkaði. Þá erum við að horfa til þess aðþau verkefni taki breytingum og fólkið okkar verði undirbúið. Þá með aukinni þekkingu og þjálfun.Getur það þýtt fækkun á störfum?„Það getur auðvitað þýtt það en við vitum að krafan um þjónustu er að aukast. Þannig að við teljum að þessi framtíðarbreyting feli í sér breytingu á verkefnum okkar félagsmanna,“ segir hún. Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist ekki sjá mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga úr launakostnaði, eins og aðhaldskrafa nýrrar fjármálaáætlunar gerir ráð fyrir. Spara á um fimm milljarða með því að hagræða í innkaupum og launakostnaði hjá hinu opinbera. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær og samkvæmt henni verða fjárframlög til samgöngu-, nýsköpunar- og velferðarmála aukin um marga milljarða. En einnig á að gera aðhald í ríkisrekstri upp á fimm milljarða með því að draga saman í opinberum innkaupum á vörum og þjónustu sem og draga úr launakostnaði og er þá horft til tæknilausna. Formaður BSRB segir stofnanir víðast hvar reknar á lágmarksmönnun. „Við sjáum hins vegar ekki mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga saman og við leggjumst fastlega geng því að það verði fækkun hjá starfsmönnum ríkisins,“ segir Sonja. Hún segir að kröfur í komandi kjarasamningagerð séu meðal annars að bæta starfsumhverfi opinberra starfamanna. Þá vísar hún í aukningu á kulnun og veikindafjarveru sem rekja má til vinnuumhverfis. Alþingi mun fjalla um áætlunina áþriðjudag. „Í okkar huga er þetta einfaldlega áætlun. Eins og ég segi við leggjum mikla áherslu á það í kjarasamningaviðræðum að horft verði til starfsumhverfis opinberra starfsmanna og það verði gripið til aðgerða vegna veikindafjarveru og kulnunar. Við ætlumst svo auðvitað til að það verði breytingar áætluninni í kjölfarið,“ segir hún. Hún segir að tæknivæðing muni breyta störfum í framtíðinni en ekki endilega draga úr launakostnaði. „Við vitum að störfin munu breytast á framtíðar vinnumarkaði. Þá erum við að horfa til þess aðþau verkefni taki breytingum og fólkið okkar verði undirbúið. Þá með aukinni þekkingu og þjálfun.Getur það þýtt fækkun á störfum?„Það getur auðvitað þýtt það en við vitum að krafan um þjónustu er að aukast. Þannig að við teljum að þessi framtíðarbreyting feli í sér breytingu á verkefnum okkar félagsmanna,“ segir hún.
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira